JFK

The wonderful world of John

Monday, October 31, 2005

Brjálað að gera...

... en frekar tíðindalaus dagur. Mætti galvaskur í skólann kl átta í morgun og byrjaði að lesa fyrir Jessup. Allt í einu leit ég upp og þá var kl orðinn ellefu, sem kom alveg flatt uppá mig. Tíminn líður þegar maður skemmtir sér.
Það er annars komið gott skrið á hópinn og allir verða klárari með hverri mínótuni sem líður.

En sem fyrr segir, það gerðist ekki margt annað í dag. Samt leiddist mér ekkert.
Skrítið.

Ma og Pa komu heim frá danaveldi í gær. Húsið stóð og bíllinn var í lagi (ég bar ábyrgð á þessu tvennu á meðan þau voru erlendis) og ég er ekki frá því að það hafi komið þeim skemmtilega á óvart.

Pabbi á milljón bækur, ca. Ég er búinn að tuða í pabba í ca 3 ár og lýsa yfir undrun minni á því að Hitchikers guide to the Galaxy skuli ekki vera ein af þessum billjón bókum. Kallinn hefur greinilega verið kominn með nóg af vælinu í mér og skellti sér á eina í Danmörk sem að hann gaf mér.

Tæknilega séð gaf hann mér hana ekki samt. Hann rétti mér bókina og sagði að ég mætti fá hana lánaða. En mín kenning er sú að ef að foreldrar manns fara til útlanda þá ber þeim lagaleg og siðferðisleg skylda til þess að kaupa gjöf handa afkomendum. Þar sem að ég er einn af afkomendum þá á ég samkvæmt þessu klárlega heimtingu á gjöf. Eitthvað virðist þetta hafa skolast til hjá þeim gömlu þannig að ég ætla að leggja hald á bókina og tel mig í fullum rétti til þess.

Varnaðarorð: Ekki rífast við laganema sem hefur gaman af því að tuða. Aldrei.

Þá er þetta gott á mánudegi vííííííí

JFK

p.s. það kann að vera að virðuleiki þessa bloggs minnki eilítið við öllum þessum víííí-um og þannig krappi. ......oh well, who gives a hoot!

3 Comments:

At 8:25 AM , Anonymous Anonymous said...

Mikið er ég sammála þér! Foreldrum ber skylda til að færa börnum sínum eitthvað frá útlöndum. Foreldrar mínir virða hins vegar þessa skyldu sína að vettugi og fæ ég einungis Extra tyggigúmmí í hvert skipti sem þau koma að utan. En hins vegar fá þau punkta fyrir að "lána" mér hina ýmsu hluti, fartölvu, i-pod og þessháttar munaðarvöru.

 
At 11:15 AM , Anonymous Anonymous said...

úfff leidrétting alls ekki rífast vid ingó um lagaleg atridi.... aldreiiiiiii. hehe
kv. Sigga kærasta Ingós.

 
At 2:17 PM , Blogger Geiri said...

Wise man say: nobody wins an argument
Geir says: poke him with a really big stick

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home