JFK

The wonderful world of John

Friday, November 04, 2005

Bara svo að það sé alveg á hreinu

...þá gleymdi ég ekki að blogga í gær. Ég reyndi en fékk ekki að logga mig inn.

anywho, þá ætla ég að leyfa ykkur að giska hvar ég er. Svo ætla ég að leyfa ykkur að giska á hvað ég er að gera.
Glöggir lesendur sjá í gegnum þessa aumu tilraun mína til að gera bloggið mitt áhugavert, koma með einhverja leiki pfffff.

En svona er þetta nú, það er ekki margt markvert sem gerist þessa daganna (að frátöldu Jessup sem ég hef rætt nóg á þessari síðu).
Að þessu sögðu stend ég frammi fyrir tveimur valkostum:

1) Ekki blogga um neitt nema það sem að ég geri þessa daganna.
2) Búa eitthvað til (ljúga) og vona að það höfði til almúgans.

Ef liður eitt er valinn held ég að þetta blogg verði afskaplega leiðinlegt, liður tvö gæti aftur orðið skemmtilegur þar sem að mér er eðlislægt að ljúga og get gert það án þess að finna fyrir því.
Ég ætla að velta þessu fyrir mér í dag.

Svo er aðalfrétt dagsins eftir farandi:

BJARKI Á AMMÆLI!!!!!!!!!!!!!!!!!!

til hamingju með það kallinn minn og hafðu það gott. Smútchismútch frá síðustjóra (það er ég, Jón Fannar)

2 Comments:

At 10:10 AM , Blogger Mastro Titta said...

já takk

 
At 5:20 PM , Blogger Geiri said...

jessup man svona eins og wazzupp man. Lýst ekkert á þennan Bjarka, poke him with a stick eða gefðu honum bjór. Heilsaaaa, go bæ bæ.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home