JFK

The wonderful world of John

Tuesday, November 08, 2005

Ráðstefna

Þá er ég staddur í þingvallastræti á röð fyrirlestra. Tveir eru búnir, fjórir eftir. Hingað til hefur þetta verið áhugavert og ég vona að svo verði áfram. Kári á Rógvi var að ljúka máli sínu og ég verð að segja að ég hef ekki heyrt í mörgum sem eru skemmtilegri fyrirlesarar. Maður sem að vitnar í Monthy Python í fyrirlestri getur ekki verið neitt annað en snillingur.

Í öðrum fréttum er það helst að það styttist í að ég og Halla mín fáum íbúðina afhenta. Dagsetning er 15.nóv en heimildir herma að íbúðin sé að verða tóm. Við stefnum að því að leigja hana fyrst um sinn þannig að ef einhver af mínum hundruðum lesendum veit af einhverjum sem vantar íbúð, láta Jón vita.

Dagsetning fyrir Jessup er ekki enn komin á hreint en líkurnar benda til 18.þessa mánaðar. Þannig að ég gæti þurft gistingu hjá eihverjum af mínum fjölmörgu vinum í rvk þá helgi.

anywhoooo
JFK

2 Comments:

At 1:25 PM , Blogger Mastro Titta said...

...and all they got was a lousy obelisk!

 
At 12:36 PM , Blogger ziggipeter said...

gleymdir að blogga í gær?!?!?!

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home