JFK

The wonderful world of John

Wednesday, November 16, 2005

Svo bregðast krosstré

það held ég nú yessirybob. Bloggleysi undanfarna daga hefur ekki verið sökum leti, nema síður sé. Helgin fór í það að vinna í Drezmann og svo á mánudaginn var svo mikið sem 30% afsláttur af öllu í búllunni. Opið var frá 10 til 22 og það var sem æði hefði runnið á Akureyringa og nærsveitarmenn. Allt brjálað að gera og ég var að skríða heim ca 23 alveg búinn á því. Ég svaf sem steingeldur þá nótt.
Í gær var svo áframhald á afslætti og mætti ég því til vinnu frá 12 til 18:30. Í gærkveldi var svo lítið gert.

Það var þó horft á sjónvarpið og þar sá ég áhugaverða heimildarmynd, Skuggabörn.
Ég áttaði mig á því hversu lítið ég þekki til þessa heims fíkniefna og fór svo að velta fyrir mér hvort að það væri af hinu góða eða slæma. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það er eiginlega bæði.

Gott að því leytinu til að ég þekki ekki til neins sem að er að heyja þessa baráttu. Vinir og fjölskylda eru að mér vitandi laus við þann fjanda.

Slæmt að því leyti að ég sá hversu barnalegt viðhorf ég hef haft til þessa heims.
Þessi mynd vakti mig til umhugsunar og ég öðlaðist nýja sýn á þennan heim eftir.

En í dag er skóli og svo Jessup fundur í kvöld. Ég er að vona að þau mál fari að komast á hreint svo að það sé ekki endalaust verið að draga okkur áfram á asnaeyrunum með þetta. Við þurfum að fara að fá svör þannig að hægt sé að haga vinnu okkar í samræmi við hvert framhaldið verður.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, Gústi er byrjaður að blaðra,
Hilsen, JFK

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home