Að dúndra hausnum við grjótið
Jæja, vörin öll að skríða saman og bráðum getur enginn séð að ég hafi stungið sjóðandi tein í andlitið á mér.
Náði mér í einhverja pest og er búinn að vera að drukkna úr hori undanfarna daga. Missti því að mótmælafundi nemenda HA en sá í fjölmiðlum að hann virðist hafa gengið vel. Gott að sjá að nemendur láta sig málefni skólans varða því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru þetta að sjálfsögðu sameiginlegir hagsmunir.
Þá er bara að vona að einhver viðbrögð komi frá hinu háa Alþingi. Menntamálaráðherra hefur ekki sýnt nein viðbrögð við þessum mótmælum og virðist sem að hún láti þessar kvartanir sér vind um eyrun þjóta.
Menntskælingar mótmæltu því sem þeir segja skerðingu menntunar í gær, styttingu náms til stúdentsprófs. Þorgerði var boðið á þann fund en hún lét ekki sjá sig þar. Kom fram í máli formanns nemendafélags MA að ítrekað hefði verið reynt að ná sambandi við hana á undanförnum vikum en enginn viðbrögð fengist.
Þetta finnst mér afleitt. Ég get vel skilið að starf ráðherra sé krefjandi og jafnvel skilið að ekki gefist tími til þess að svara öllum erindum samdægurs. Hins vegar get ég ekki skilið að jafn viðamikil og alvarleg mál og þau sem steðja að HA og MA þessa daganna skuli ekki virðast ná að eyrum ráðherra. Enda finnst mér það ólíklegt. Það sem að er verra er að hún kjósi að virða að vettugi þessar kröfur og svari með þögninni.
Það leysist ekkert þannig.
Ég vona að ferð bæjarstjóra suður verði til fjár, í bókstaflegri merkingu.
Annars sit ég uppí skóla oftar sem ekki og er að vinna í Jessup, oftar sem ekki. Átti að vera panell í kvöld en honum þurfti því miður að fresta vegna veikinda liðsmanna og barna þeirra.
Í kvöld átti að fara fram frumflutningur á 20min ræðum en það verður að bíða betri tíma. Er samt farinn að hlakka svoltið til að flytja ræðuna mína aftur, of langt liðið frá því síðast og manni veitir ekki af æfingunni.
Þetta stefnir í að verða sú lengsta bloggfærsla í sögu þessa litla bloggs, vona að ég hafi ekki svæft neinn með þessu rausi og röfli.
Hefði gaman af því ef að einhver myndi commenta og láta í ljós skoðanir sínar á þessu máli, það eru orðin sorglega fá comment við hverja færslu og það þolir mitt litla hjarta illa.
Avúhú,
JFK
4 Comments:
Já þetta eru mikil læti í þessum nemendum alltaf, stefnir í byltingu jafnvel. Til hamingju með lengri bloggfærslu en yfirleitt.
Bylting getur verið af hinu góða, sjáðu bara Kúbu.
Og þakka þér, lengdin er impresive (enginn tvíræðni ætluð), orðin komu bara, engin leið að stöðva þetta
Þorgerður Katrín er asni og það hef ég sagt lengi. Vísa í ótal margar gamlar bloggfærslur máli mínu til stuðnings.
Dekurrófa og ekkert annað.
Allý? er sjálfstæðishjartað farið að hægja eitthvað á sér?
Og Kolla, ég hef prófað curling, þjálfarinn sagði að ég væri algert náttúrutalent. Man ekki í svipan hvað hótelið heitir, en það er hið "opinbera Jessup-hótel" þ.e. þar sem keppnin verður haldin
JFK
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home