Héðan og þaðan
Annar mánuður ársins að líða undir lok. Þetta þýðir aðeins eitt. Ég er alveg að fara til USA. Gamangaman.
Helgin var góð, fór í tvær vísindaferðir á föstudaginn, í Vís og KB og það var þrælgaman. Endaði svo á grænahattinum á tónleikum Baggalúts, schnilldar hljómsveit þar á ferð. Hitti Davíð Þór, fyrrverandi ritstjóra Bleiks og blátts, hann sat á borðinu fyrir aftan mig. Þrælhress náungi og alveg til í að spjalla við vitleysinga eins og mig. Hann hafði greinilega ákveðið að halda nýja "lookinu" sem að hann fékk í sjónvarpsþættinum "kallarnir". Ég sagði honum að mér hefði líkað betur við hitt. Honum sárnaði ekkert, tók þeirri gagnrýni eins og sannur karlmaður. Svo þegar tónleikunum lauk þá var einhver snillingur sem var ölvaðari en ég búinn að hengja sig á hann og ég eiginlega bjargaði honum, held að hann hafi á endanum þakkað fyrir að hafa hitt mig.
Laugardagurinn var svo tekinn í vinnu í stressmann með ZiggaPé og Dildó Joe. Laugardagskvöldið var með rólegra móti, horft á tv og haft það gott.
Vinna á sunnudag og fór í skólann á sunnudagskvöldið til þess að vinna í fyrirlestri sem haldin var í gær.
Um næstu helgi er svo stefnan tekinn suður á KB-banka árshátið. Flogið suður á laugardag og aftur heim í hádeginu á sunnudag, þannig að það verður knappur tími til hittings. En ef einhver af mínum svokölluðu vinum fyrir sunnan les þetta og hefur einhverjar hugmyndir þá er ég opinn. Bara að commenta.
En framundan eru fyrirlestrar bekkjarfélaga minna og svo eigum við í Jessup liðinu að halda ræðurnar okkar fyrir fyrsta árs nema á lögfræðitorgi. Good Times.
hef þetta ekki lengra í bili,
JFK
7 Comments:
ÞAð er díll! Verðum saman sorglegir:)
vííííííí
ég er furðulega hamingjusamur með að vera sorglegur
say no more!!!!
Siggip
Verð á Ólafsfirði um helgina. Þú mætir asusual í kaffi.
Hvenær hef ég látið mig vanta á ólafsfjörð, eða dalvík ef út í það er farið...
en ég verð því miður í rvk um helgina
Veit ekki hvort ég sé einhver af þessum svokölluðum vinum þínum en ég er uppfullur af hugmyndum. Engum sem tengjast ferð þinni suður hinsvegar.
Það er allavegana stemmari fyrir þessari árshátíð!
Þú ert með númerið mitt.
Mér finnst þú ekki nógu ítarlegur í frásögum helgarinnar.
Og ég hata þetta word verification krapp.
RobbiK
þú ert að sjálfsögðu einn af mínum svokölluðum vinum
Er stemmari fyrir KB banka árshátið í þínum herbúðum?!?
Ég er með númerið þitt
Ertu að vera kaldhæðinn þegar þú segir mig ekki nógu ítarlegan í frásögnum helgarinnar?
Word verification heldur spamdjöflinum frá.
avúhú
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home