JFK

The wonderful world of John

Thursday, March 02, 2006

100% hamingja eða aukning eða eitthvað

Nú finnst mér nóg komið. Það er alltof mikið að gera. Er að fara í próf á mánudaginn sem að fór skyndilega úr því að vera 20% í það að vera 40%, bara rétt sisvona, hvissbúmm. Ég er hinsvegar að fara suður á laugardaginn, heim á sunnudaginn, vinna í dressmann á sunnudaginn þannig að ég verð að læra "rassinn af mér" í dag og á morgun. En á morgun þarf ég líka að fara að reyna að sníkja einhverja styrki út fyrir Jesus.

Talandi um það, þekkir einhver einhvern hjá flugfélagi sem er reiðubúið að fljúga með okkur til usa fyrir nánast ekki neitt. Það væri vel þegið.

Annars er lítið að gerast, fallegt veður úti. Fyndið hvað maður nær alltaf að svekkja sig á því hvað veðrið er fallegt þegar maður er inni að læra. Eins og maður myndi skyndilega taka uppá því eftir 11 ára hlé að skokka út með körfuboltann og taka smá session. Held ekki.

Jæja, best að snúa sér aftur að lærdómnum þar sem að vægið jókst um 100% í dag, and... helv... djö...

JFK

6 Comments:

At 12:20 AM , Blogger Ally said...

Isssssss þetta er nú ekkert. Í læknadeild HÍ taka þeir af manni einingar eftir að maður er búin að ná prófunum. Það er ólöglegt en HEY!! Who gives a shit??!!

 
At 12:52 AM , Anonymous Anonymous said...

Fékkstu svör???

365 vinkonan þín

 
At 1:07 AM , Anonymous Anonymous said...

fékk svar í dag og þetta er allt á réttri leið, allt í gangi
takk fyrir hjálpina 365 ;)
JFK

 
At 8:15 AM , Anonymous Anonymous said...

Það er "hviss-bamm-búmm", Jón EKKI "hviss-búmm"....

 
At 3:28 PM , Blogger Thor Magnusson said...

Ég er alltaf til í körfu sko, þó ég sé orðin svona gamall.

 
At 4:06 PM , Anonymous Anonymous said...

Gott
Kveðja 365

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home