Langur pistill
Flottur dagur í dag, sólin skín og allir glaðir. Ég er líka glaður. Í gær fór ég í mat og í fyrsta skipti í áraraðir ekki uppí húsasmiðju eða eitthvað annað að græja eitthvað heldur fór ég heim og át. Jamm, át í rólegheitum, tók þvottinn af snúrunni og hafði það gott. Gleymdi samt að búa um en ég mundi það í morgun þannig að það reddaðist.
Svo langar mig alveg afskaplega mikið að fara suður um helgina. Tveir af mínum bestu vinum að halda uppádaginn og menningarnótt. Verð hinsvegar að vinna þar sem að Dressmann er fátækt af starfsfólki þessa daganna. Það er búið að ráða slatta af liði en enginn getur byrjað fyrr en í sept. þannig að ég og Jói jaxl plús Heimir grænjaxl mössum þetta um helgina. Gamanaðessu.
Umræðan um réttindi samkynhneigða hefur verið frekar áberandi í kjölfar gay-pride dagsins. Alveg get ég orðið geðveikur þegar ég heyri málflutning sumra manna sem virðast þola illa að fólk hafi ekki allt sömu kynhneigð. Og í flestum tilfellum er rökstuðningur þeirra klæddur í búning trúarbragða. Ég hélt að við værum komin lengra en þetta að taka allt sem að biblian segir bókstaflega. Til eru mörg fáranleg dæmi um hvernig samfélag kristinna manna væri í dag ef það væri gert.
Og ekki er hægt að rökræða við menn sem eru svo sannfærðir um sannleik sinn að þeir eru ekki reiðubúnir að hlýða á rökstuðning mótaðilans. Eða þykjast hlusta og gera lítið úr, snúa útúr eða virða að vettugi það sem að hann segir.
Ég hef verið að fylgjast með umræðu á heimasíðu sem að hefur gert þetta að umræðuefni sínu undanfarið og þar finnst mér menn tala í hringi og aldrei svara almennilega þeim spurningum sem þeim eru erfiðar. Taka það sem að hægt er að svara á þægilegan hátt en tala svo í hringi um það sem að hentar ekki.
En þannig er það yfirleitt alltaf þegar talað er um trúarbrögð og þau notuð til þess að útskýra eða réttlæta ákveðna hegðun. Það er ekki hægt að rökræða trúarbrögð, það liggur í eðli þeirra.
En einu sinni sá ég tilvitnun sem mér finnst mikið til í. Það var maður sem var að tala um trúarbrögð og það góða og slæma sem hlotist hefur af þeim. Hann sagði að miðað við yfirlýst markmið flestra trúarbragða þá væri hægt að taka einn meginkjarna úr þeim sem þau öll áttu/eiga sameiginlegann. Og það sem meira er, það væri hægt að útskýra hann í tveimur orðum; "Skaðið ekki" (e."do no harm"). Við getum endalaust fundið nýjar leiðir til þess að skaða hvort annað, það er eitt af því sem mannkynið er sérfræðingur í. Hvort sem að það er gert með ofbeldi eða orðum (eins og í þessari umræðu)gildir einu. Geta ekki bara öll dýrin í skóginum verið vinir?
Auðvitað á að tryggja samkynhneigðum mannréttindi, það er ekkert flókið við það. Og að heyra annað gerir mig reiðan.
/JFK
3 Comments:
Langur pistill og sannur. Ég samþykki því þetta blogg fyrir mitt leyti.
Langur - svo langur að ég nennti ekki að lesa hann.
þú tekur of vægt til orða. Há. Rauði maðurinn, samkynhneigði verndari innflytjenda og kvenna hefur talað...
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home