JFK

The wonderful world of John

Monday, August 14, 2006

Röng sturta á röngum tíma í vitlausri íbúð

Hefði ekki trúað því en við erum flutt inn. Sváfum fyrstu nóttina okkar á laugardaginn og ég svaf eins og ungabarn, enda orðinn þreyttur. En Adam var ekki lengi í Paradís og ég var vakinn af Höllu minni rúmlega tíu (eða tæplega ellefu) til þess að halda áfram að taka uppúr pökkunum.
Svo fengum við afhentan rangan sturtuklefa. Hann var hinsvegar settur upp og nú stendur hvítur klefi með grænu gleri inná baði hjá okkur þar sem að á að standa grár klefi með reyklituðu gleri. Svo er græna þruman 80*80 en ekki 90*90 þannig að ég þarf að ganga inní hann á hlið og get varla snúið mér við þegar ég stend þar í öllu mínu veldi. En þetta er hægt að leysa og vonandi að það gangi hnökralaust. Fyrir þá sem eru núna að hugsa með sér "af hverju í veröldinni var Jón svo vitlaus að setja sturtuklefann upp þar sem að hann var ekki réttur" er rétt að taka fram að píparinn setti klefann upp og hann gat ekki vitað betur.
Svo eru ma og pa að fara heimsækja Atla, Evu og Magnús Mána flottastafrænda í Köben á morgun. Kolla sys er þegar mætt þangað og Scott (kallinn hennar Kollu ætlar líka að koma). Væri alveg til í að skella mér með þeim en það er nóg að gera í penthousinu mínu þannig að það gengur sennilegast ekki. Og þegar ég segi sennilegast ekki þá meina ég auðvitað alls ekki.

En mig langar að þakka þeim hundruðum manna sem að hjálpuðu okkur að græja penthousið og gera hana af eina af eftirsóttustu fasteignum landsins. Ég hefði aldrei getað staðið í þessu einn því eins og fram hefur komið á þessari síðu þá er ég enginn iðnaðarmaður. Knús og kossar og það verður innflutningspartý. Veit ekkert hvenær samt. En fljótlega. Ég lofa.

Wells, halda áfram að vinna

/JFK

1 Comments:

At 3:44 PM , Anonymous Anonymous said...

Til hamingju stóri bró. Kíki til þín við tækifæri.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home