Að tengja sjónvarp er góð skemmtun
Það get ég sagt ykkur að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur börnin góð. Það að eiga sturtuklefa sem að virkar, lítur eiginlega nákvæmlega út eins og sá sem að þú upphaflega valdir þér og er svo fallegur að fólk grípur andann er stórlega vanmetið.
Svo er líka alveg frábært að geta ýtt á rofa og ljós í loftinu kvikna. Og að geta stungið örbylgjuofninum í samband án þess að þurfa að rífa ísskápinn fram, rífa hann úr sambandi til þess eins að geta poppað. Skýr mynd í sjónvarpinu er þó kannski það mikilvægasta af þessu öllu og hana hef ég loksins fengið. Ég ætla ekki að fara út í þau tæknilegu atriði sem fylgdu því að ná þessari kristaltæru mynd en við skulum segja að það hafi verið fljótgert og rafvirkinn minn gaf mér "look" sem að lét mér líða eins og hann væri að spá í hvernig ég færi að því að draga andann, svo vitlaus væri ég (hérna er orðið vitlaus notað af ásettu ráðið þar sem að síðueiganda finnst orðið "heimskur" vera orð með mun neikvæðari merkingu).
En þetta er raunveruleikinn sem ég bý við í dag. Nánast allt í íbúðinni virkar eins og það á að gera og ég er húrrandi hamingjusamur yfir því. Og alltaf verð ég jafn glaður þegar ég skrúfa frá sturtunni, kveiki ljósin eða sjónvarpið. Það þarf semsagt lítið til þess að gera mig hamingjusaman.
En í dag er síðasti dagurinn í vinnunni, ef frá er talinn morgundagurinn en hann er stuttur. Þannig að ég held að við getum öll sæst á það að ég eigi ca einn og hálfann dag eftir af sumarvinnunni. Ég hef haft þrælgaman af þessari vinnu minni í sumar og lært margt sem að ég hefði aldrei lært annarsstaðar. Ég er nánast sannfærður um það að ég viti meira um flísar en allir mínir vinir sem er reyndar ekkert til þess að stæra sig af.
En á mánudaginn tekur skólinn við og master-gráða í lögfræði blasir við. Ég er aðeins byrjaður að lesa fyrir fyrsta áfangann og hann lofar góðu. Og fyrir ykkur efasemdar manneskjunar, nei ég er ekki að ljúga þessu, ég er aðeins byrjaður að lesa.
Huxa að ég hafi þetta ekki lengra í bili þar sem að sumir af mínum vinum ráða ekki við að lesa meira en 14 línur í einu. muhahahahaha
Bestustu helgi lömbin mín,
/JFK
2 Comments:
Jóninn byrjaður að lesa?! Ég er ekki byrjuð að lesa neitt! Greinilegt að hér er um merk tímamót að ræða þegar við tökum okkar fyrstu skref að mastergráðu í lögfræði. - Heyrðu, ég á ekki einu sinni bókina!
Helduru að þú vitir meira en ég um flísar eftir EITT sumar!!
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home