JFK

The wonderful world of John

Thursday, February 22, 2007

Ekkert klám hér takk fyrir takk... og afmæli!!

Nú er það ljóst að engin klámráðstefna verður haldin hér á landi. Ráðstefnugestum var neitað um hótelgistingu og einhverjir halda því fram að lýðræðið hafi með því sama sigrað.

Þessu er ég ekki sammála. Nú eiga eflaust ýmsir eftir að stimpla mig heitan stuðningsmann klámefnis og þess háttar siðleysu. Svo er ekki. Þessi skoðun mín lýsir á engan hátt stuðningi við þessa iðju sem ráðstefnan stundar.

Það atriði sem mér finnst merkilegust er framkvæmdin á þessu öllu saman eða umræðan öllu heldur. Stjórnmálamenn hafa krafist þess að þessu fólki verði meinaður aðgangur til landsins og málið hefur ratað inná hið háa Alþingi þar sem aðgerða var krafist. Ég spyr sjálfan mig hvort að þetta sé eðlilegt. Ég man ekki betur en þegar að falun gong meðlimir reyndu að komast hér til lands voru sumir hverjir settir á svartan lista upphófust hróp og köll og eitthvað var minnst á mannréttindarbrot.

Hver er munurinn á þessum tveimur tilfellum? Í öðru tilvikinu var um að ræða fólk sem að meirihluti landsmanna hafði samúð með en hinu ekki. Hafa verður í huga að ráðstefnugestir höfðu ekki gerst sekir um brot hér á landi. Þeim var gert ókleift að koma hingað á grundvelli þeirrar iðju sem þeir stunda.

Hvernig væri að fara alla leið og meina múslimum aðgang. Sumir þeirra fremja hryðjuverk.
Ég tel mjög vafasamt að þessi leið sé farin. Ég veit ekki hvernig fólk brygðist við því að vera meinað að fara til Spánar vegna þess að við íslendingar stundum hvalveiðar en sú iðja okkar er ekki vel liðin af öllum og raunar fæstum.

Hér voru siðferðisleg sjónarmið látin ráða og öll önnur umræða eða rök virt að vettugi.

Ég tel skynsamlegra að aðilum sé refsað fyrir þau brot sem þeir fremja frekar en að refsa þeim fyrir þann möguleika á að þeir gerist brotlegir, eða erum við hætt við að halda í heiðri, "saklaus uns sekt er sönnuð"?

Ég vil að lokum ítreka að í þessari "stuttu" ritgerð felst á engan hátt stuðningur við klám eða þessa ráðstefnu sem fram átti hér að fara. Í raun finnst mér algert aukaatriði hverskonar ráðstefnu um er rætt, mér fannst þetta mál fá vafasama afgreiðslu.


Þar sem að þetta er frá þá er komið að stórfrétt dagsins. Halla mín á afmæli!!! Ég á eftir að gefa henni pakkann, ekki eftir að kaupan, bara eftir að gefa henni hann. Aðeins að stríða afmælisbarninu því hún er ekki sú þolinmóðasta.

Til hamingju með daginn ástin mín


/JFK

1 Comments:

At 2:51 PM , Blogger JFK said...

kelsen smelsen, hvaða lög voru brotin?

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home