Laugardagur, Laugarvegur, Laugarsomething
Nýr áfangi hafinn, eignarréttur. Spennandi tímar framundan ég segi ekki annað.
Brá mér í föðurhlutverkið um helgina og það gekk með þessum ágætum líka. Bökuðum pizzu og horfðum á video og krakkarnir höguðu sér svona vel. Það mætti segja mér að kallinn eigi eftir að plumma sig ágætlega þegar og ef erfingi kemur. Hann þarf samt ekkert að flýta sér.
Horfði á X-factor á föstudaginn. X-factor er eiginlega Idol nema með gömlu fólki.
Kanarí er komið á hreint, búið að bóka miða og íbúð og bara beðið eftir að 20.des renni upp. Sjiturinntitturinn hvað það verður gaman. Hlakka afskaplega mikið til að hitta systkin og maka og barn.
Um næstu helgi verður svo farið suður. Dressmann litlu jól með öllu tilheyrandi. Flýg á laugardagsmorgun og verð að vinna á laugarveginum þar sem verið er að opna eftir breytingar. Hvet því alla sem vettlingi geta valið til þess að drífa sig á laugarveginn á laugardaginn og hitta JónJón.
Well thereyougo
/JFK
2 Comments:
Hei þú ert nú líka að fara á jólahlaðborð á fös. hjá KB!!!Mun mikilvægara muhahahaha...
Halla
auðvitað, kb rokkar feitt. Semsagt, nóg að gera hjá JónJón um helgina
JFK
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home