JFK

The wonderful world of John

Monday, November 27, 2006

Suður og tilbaka á núllníu

Ekki léttist ég um þessa helgina, það er ljós. 2 jólahlaðborð og hvort hinu betra. Þrælgaman á föstudagskvöldið með kb-banka, góður matur en ég var ekki lengi. Það er vegna þess að ég er skynsamur strákur og átti flug kl: 10 á laugardagsmorgun.

Fór semsé suður og vann í dressmann laugarvegi. Ný búið að breyta og breytingarnar heppnuðust vel. Flott búð og brjálað að gera.
Svo var farið að borða á Kaffi Rvk og þar var maturinn ekki síðri. Var orðinn frekar þreyttur og ætlaði að tölta heim í fyrra fallinu en óviðráðanlegar orsakir breyttu þeim plönum. Allt fór þó vel að lokum og ég svaf bara helv... vel á fínu gistiheimili sem okkur var reddað.

Hitti síðan Ragga minn og gerðum við ítrekaðar tilraunir til þess að fá fleiri með okkur án árangurs.

En ég á að vera læra en ekki blogga, frekar en venjulega. Konan yfirgaf mig og fór að horfa á gray's þannig að tjallinn situr og lærir heima hjá sér og líkar vel.

farwell allesamen

/JFK

2 Comments:

At 2:23 AM , Blogger Unknown said...

Engir linkir á mig eða Magnús frænda??? skítlegt. tiss tiss tiss.

 
At 8:40 AM , Blogger JFK said...

man ekki hvað linkurinn þinn heitir...
sendu mér línu

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home