JFK

The wonderful world of John

Thursday, February 08, 2007

Balance has been restored

Über fína og flotta sjónvarpið mitt er komið aftur á sinn stað, betra og fallegra en nokkru sinni fyrr. Það kom mér á óvart hversu glaður ég var í hjarta mínu að sjá þetta silfraða kvikindi endurheimta hásæti sitt sem þungamiðja stofunnar í annars lítillri íbúð minni.
Mitt fyrsta verk var að sjálfsögðu að tengja PS2 tölvuna mína við þennan gamla kunningja sinn og taka prufukeyrslu. Ég get því róað æsta lesendur mína á því að tengingin tókst fullkomlega og það var spilað langt fram á nótt með góðum árangri. Því líkur þessu martraðar tímabili í lífi mínu og er það Gumma rafeindarfræðingi að þakka, og BiggaPé fyrir að benda mér á hann.

En talandi um spil.

Ég fór í póker í vikunni sem var góð skemmtun, meira að segja mjög góð skemmtun. SiggiRún er stoltur eigandi af pókerborði og spilapeningasetti sem vegur 14.5kg. Það er alvöru. Þetta 11.5kg sett sem að kallaklúbburinn spilaði með forðum daga er semsagt bara svona byrjanda. En ég get örugglega fengið þetta lánað og kallaklúbburinn því staðið undir nafni, ekkert byrjanda pókersett á okkar fundi framar.

En Ragnar Mógull Aðalsteinsson hefur sett fyrir sex bls ritgerð/verkefni um þrískiptingu ríkisvalds. Því sit ég hér sveittur að lesa mér nánar til um það og ætla að reyna að klára þetta af fyrir helgi því að um helgina er: Vinna eins og venjulega
Þorrablót hjá tengdó

Ég kem að sjálfsögðu ekki til með að borða neinn þorramat og ætla að mæta í jakkafötum (á meðan aðrir mæta í lopapeysu) og drekka koníak ((sem ég drekk ekki) á meðan aðrir drekka íslenskt brennivín)). Ég ætla líka að vera með feitan vindil (ég reyki ekki)

Hefði ég getað komið fleiri svigum fyrir í þessari færslu? Svarið við þessari spurningu fæst kannski aldrei....

l8er
/JFK

2 Comments:

At 11:03 AM , Blogger RobbiK said...

Hefðir tæpast komið fleiri svigum fyrir, í raun er einum hægri sviga ofaukið :P

 
At 11:22 AM , Blogger JFK said...

er það róbert, er það? Ef vandlega er gáð þá náði ég að koma sviga innan sviga og þar með þurfa tveir svigar að loka í lokin.
kannski er þetta öðruvísi í oslo

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home