JFK

The wonderful world of John

Friday, November 24, 2006

Nánast í fríi um helgina

Föstudagur hvorki meira né minna. Þessi vika er búin að þjóta hjá og maður hefur varla tíma til þess að anda. Búið að vera nóg að gera í skólanum og endalausar dómareifanir sem að þarf að eyða drjúgum tíma í.

En framundan er helgi sem er sérstæð að mörgu leyti. Ég er fyrir það fyrsta ekki að vinna. Þetta er reyndar lygi. Ég er að vinna. En ég er ekki að vinna á akureyri. Ég fer suður á laugardagsmorgun og verð að vinna í dressmann á laugarvegi. En ég er ekki að vinna á sunnudaginn. Og það hefur ekki gerst síðan einhvern tíman í sumar.

Ég er að fara á tvö jólahlaðborð. Eitt í kvöld í sjallanum með KB banka. Annað á morgun einhverstaðar í rvk með dressmann.

En þetta er eins og það á að vera ennþá. Spurning hvort að þessi áfangi verði jafn blóðugur og sá síðasti. It wasnt pretty people.

/JFK

3 Comments:

At 2:23 PM , Blogger Unknown said...

Fíla nýja lúkkið á blogginu - very nice. Halla mín hefur greinilega hjálpað, nice nice, I approve.

 
At 1:48 AM , Anonymous Anonymous said...

Hvernig voru borðin? Voru þau hlaðin? Hlóðstu vel á diskinn?

Getur nú samt ekki hafa toppað veisluna í hlöðunni.

Ahh I crack myself up.......

 
At 12:47 PM , Blogger JFK said...

well at least you crack someone up ;)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home