JFK

The wonderful world of John

Monday, February 05, 2007

No TV makes Jón go crazy....

Hér sit ég í tíma hjá Ragnari Aðalsteins, einum mesta lögfræði mógul Íslands og velti fyrir mér hvað gæti mögulega toppað þetta. "Bloggfærsla" hugsaði ég með mér, "langt síðan ég hef bloggað" Eftir smá umhugsun komst ég að því að þetta var alveg rétt, það er langt síðan ég hef bloggað. Ég hef hreinlega ekki nennt því.

Baugsmenn sýknaðir í baugsmáli, en það er samt rétt að byrja. Guðmundur í byrginu búinn að skíta uppá bak og það mál eins og það er. Hæstiréttur að milda dóm yfir barnaníðingi og Írak hefur aldrei verið í verra ástandi.

Af mér er hinsvegar gott að frétta. Skólinn gengur sinn vanagang og blablabla.

Eitt stendur þó uppúr.

"The big brake down"

Mitt ástkæra Thompson Scenic über-æðislega sjónvarp tók uppá því að taka sér frí. Ég kom heim og ætlaði að horfa á leik Íslendinga og Spánverjadjöflanna og hafði ekki hugmynd um að sjónvarpið mitt hafði ákveðið stuttu áður að nú væri komið nóg. Ég kveiki semsagt á því og það heyrðust smellir, kom pínu blossi og svo reyk lykt.

Og það var það.

Ég mátti semsagt labba inní svefnherbergið og ná í pínulitla fermingarsjónvarpið hennar Höllu minnar og tengja það. Ég var pirraður.
Nei það er lygi, ég var ekkert pirraður, ég var reiður. Í fyrsta skipti í langan tíma var ég reiður og það var skrítið því ég var eiginlega ekki reiður við neinn en var samt voða reiður.

En ég fór með sjónvarpið til læknis og fékk þær fregnir í dag að líðan þess er stöðug. Mín bíður 14.000 kr. reikningur og sjónvarp sem hefur öðlast lífslöngun á ný.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hvað hefði gerst ef að playstation2 tölvan mín hefði ákveðið að fylgja fordæmi sjónvarpsins. Það hefði eitthvað flogið útaf 3. hæð, annað hvort ég eða sófasettið.

En svona er þetta
/JFK

2 Comments:

At 6:56 PM , Blogger Raggi said...

It's alive!!!! It's alive I tell you

 
At 6:47 PM , Anonymous Anonymous said...

Stóðu kjálkavöðvarnir út fyrir axlir af reiði og almennri skapvonzku?

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home