Jólamánuðurinn að renna upp
Þá er desember að renna upp, á morgun non the less. Dagurinn 1.des er merkilegur að mörgu leyti en þó merkilegastur fyrir það að við Halla mín byrjuðum saman á þeim degi fyrir fjórum árum. Það held ég nú, fjögur ár.
Annars verða næstu dagar lagðir undir lærdóm sem lýkur með prófi þann 12.des. En þá er mjöög stutt í kanarí og ég get slakað á.
En á morgun er "löglegt" að skreyta, spila jólalög og það allt saman og það finnst mér fínt. Ég vil hafa jólin eins jólaleg og hægt er. Það eiga allir að vera góðir og glaðir og það allt. Burt með fýlupokana segi ég.
/JFK
2 Comments:
...Hvaða helv. kjaftæði er það! LÖGLEGT AÐ SKREYTA!!!!! Það eru alveg rúmlega 2 vikur síðan sá tími var!
Ég er búinn að vera með jólasvein sitjandi á skóhillunni hjá mér síðan um síðustu jól. Er það ólöglegt?
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home