hor, hálsbólga, hiti og almennur slappleiki
Jæja það er kominn miðvikudagur og ég hef ekki enn sett mark mitt á þessa viku. Ástæða þess er einfaldlega sú að ég ákvað að ná mér í flensu. Eins og allir sannir karlmenn verð ég eins og ungabarn þegar ég er veikur. Ég væli og kveina og vorkenni mér afskaplega mikið.
Nú horfir þetta hinsvegar til betri vegar og ég sé fram á að vera á meðal fólks jafnvel á morgun, sem er gott því ég er búinn að horfa á allt það DVD sem að ég gat fundið hér í Casa del John, þar með talið myndir sem teknar voru útá kanarí um jólin og búið var að brenna á disk. Allt er hey í veikindum.
En þetta verður frekar stutt vika, bara fimmtudagur og föstudagur en eiginlega bara fimmtudagur því það er ekki skóli á föstudögum. Merkilegur andskoti.
Annars hef ég verið að hlusta á Grace Kelly sem flutt er af Mika sem er snillingur. Hef líka verið að hlusta á Holly Dolly sem að mér fannst fáranlegt lag fyrst þegar ég heyrði það. En þökk sé Geira súkkulaðisætafótboltastrák er ég búinn að taka þetta í sátt og líkar vel. Finnst ég samt vera svoltil stelpa þegar ég hlusta á það en anywhoo.
En þar hafið þið það, ætla að fara að snúa mér aftur að skilnaði Jóns og Gunnu og athuga hvort að ég geti ekki tryggt að Gunna fái að halda hrossunum
/JFK
0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home