couchpotato
Jæja lömbin mín, föstudagur.
Ég fór í skólann í gær og það er skemmst frá því að segja að ég var eins og fiskur á þurru landi. Skilningurinn fór þó að aukast eftir því sem að leið á og þetta fer vonandi allt vel. Þökk sé góðum bekkjarfélögum þá er ég með glósur úr þeim tímum sem ég missti af og ekki veitir af.
En ég er semsagt kominn á ról sem er gott. Helgin framundan verður með rólegasta móti og það er líka gott.
Ég stend sjálfann mig að því þessa dagana að langa alveg afskaplega mikið í algjöran óþarfa. Mig langar til að mynda í nýtt sjónvarp (þrátt fyrir endalausa ást mína á núverandi sjónvarpi). Mig langar í 42"flatskjá. Mig langar líka í nýja fartölvu. Sú sem að ég notast við núna framleiðir meiri hávaða en Airbus380 í takeoffi. Og síðast en ekki síst þá langar mig í playstation3.
Ef að ég myndi láta verða af því að fá mér eitthvað af ofantöldu yrði það sennilega til þess að ég myndi hætta í skólanum. Ég myndi ekki mæta til vinnu heldur vera heima límdur fyrir framan þetta allt saman. Þannig að þetta er kannski ekkert sniðugt. En ég væri hamingjusöm sófakartafla.
góðahelgi
/JFK
0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home