JFK

The wonderful world of John

Tuesday, March 06, 2007

Geta pabbar líka grátið?

okei, alltílæ
það er varla hægt að minnast ekki á xfactor um helgina. Allir að stríða umboðsmanni Íslands vegna þess að hann lét nokkur tár falla. Voru kannski ekki nokkur, voru kannski bara mörg. En mér fannst þetta bara krúttlegt. Og það að þáttastjórnandinn hafi varla getað klárað þáttinn sökum ekka finnst mér líka bara krúttlegt. Ég flissaði samt eins og smá stelpa þegar þetta var í gangi en ég kenni sjokkinu um það.

Það styttist í árshátíð Kaupþings en hún verður 17.mars, fyrir sunnan. Miðað við gæði undanfarin ár þá verð ég virkilega svekktur ef að Elton John, Rolling Stones og Bítlanir verði ekki með skemmtiatriði. Og ég vil fá John Cleese sem veislustjóra. Hlakka mikið til að sjá hvort að þeir nái að toppa enn eitt árið.

En ég er að lesa erfðarréttinn sem er góð skemmtun. Man ekki hvort að ég hafi rætt um kaupsamninga og skilnaði á blogginu og ef svo er þá biðst ég afsökunar því ég ætla að gera það aftur. Ef ekki þá biðst ég ekki afsökunar.
Ef fólk kemur til mín þegar ég verð búinn að stofna mitt firma (sem verður með skrifstofur í 9 löndum) og biður mig um ráð vegna yfirvofandi skilnaðar verður svar mitt einfalt. Ekki gera það. Ekki skilja. Noway nohow. Man o man hvað þetta getur verið flókið, ekki séns að ég nenni að standa í þessu. En það segir meira um mig heldur en þau.

Well, styttist í mat
/JFK

3 Comments:

At 1:23 PM , Anonymous Anonymous said...

Hey, getur maður ekki bara gert preemtive strike á skilnaðinn og sleppt því að vera að gifta sig til að byrja með?

Byrgja bö**inn ÁÐUR en barnið er getið.... svo að maður noti samlíkingar.

 
At 6:18 PM , Anonymous Anonymous said...

Hey! (aftur) & breyta síðan linkinum inn á Mr. Movieman þarna til hægri....

www.ThisIsTheGoodShit.is is the new shit!

 
At 11:13 PM , Blogger JFK said...

done!

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home