Skinku helgin mikla
Fín helgi afstaðin. Rólegt föstudagskvöld sem var fylgt eftir með ágætum laugardegi. Ég og Halla mín og Jói minn vorum boðin í mat til mömmu og pabba í bayones(hefekkihugmyndumhvernigþettaerskrifað) skinku. Mjög gott. Svo var ég boðinn í mat til tengdó á sunnudaginn í bayones(sjáfyrrisviga) skinku. Mjög gott.
Annars var farið í póker á laugardagskvöldið. Virkilega skemmtilegt og við vorum að til að ganga þrjú. Dr.Doddi var á svæðinu og kom að sjálfsögðu með. Gaman að sjá drenginn en hann var full sleipur spilari og ég held að þetta "ég hef aldrei spilað áður" kjaftæði hafi verið kjaftæði. Náði allaveganna að skilja eftir sig stærsta pottinn.
Siggi Reynir stóð hinsvegar undir nafni, hann Reyndi, hann klikkaði. En stórskemmtilegt kvöld og ég væri til í að endurtaka þetta.
En framundan er síðasta kennsluvikan í skólanum og best að vera svoltið duglegur.
eigiði góðan dag lömbin mín
/JFK
5 Comments:
Kjaftæði!! ég var bara að spila með ykkur... góðir pókerspilarar gera þetta, tapa fyrstu klukkutímana og læna liðinu síðan upp og taka í nefið. Bummer að þið vilduð bara alltíeinu hætta þegar ég byrjaði loksins að vinna. What wuz that all about?
Til Hamingju með Afmælið litli Jón
Kveðja úr Dressmann
Hææææææ JónFannar!
uuuuu hæ Dagný....
Til hamingju með afmælið í gær ;)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home