JFK

The wonderful world of John

Monday, March 19, 2007

Kappaflingflin

Jæja, árshátíð Kaupþings komin og farinn. Boy o boy. Ekki kom minn maður John Cleease. Laddi lék hann í staðinn og var fyndinn. Rollingstones og Bítlarnir létu ekki heldur sjá sig.

En mikið djöfull var þetta samt skemmtilegt. Góð skemmtiatriði og maturinn til að drepa fyrir.

Lenti í pínu rimmu við öryggisvörð sem var 1.55 á hæð og ca 35 kg vegna þess að ég mátti ekki leggja hendina á Astin Martin Db9 bílinn sem var þarna. Samt var ljósmyndarinn að segja mér að gera það þannig ég var á milli steins og sleggju. Ákvað síðan að láta slag standa þar sem að ljósmyndarinn var mun líklegri til að lemja mig í mauk en öryggisvörðurinn. En þetta slapp fyrir horn og allir glaðir.

Svo var náttúrulega skíta veður í gær og holtavörðuheiðin lokuð. Þá var gott að geta bara stokkið uppí vél og láta fljúga sínum dekraða rassi heim. Goodtimes.

En þessi árshátíð ætti að vera viðmiðunarmark allra hinna. Svona á að gera þetta, ekkert flóknara en það.

En ég ætla að halda áfram með verkefni sem ég þarf að skila á morgun.

/JFK

1 Comments:

At 3:31 PM , Anonymous Anonymous said...

Það er orðið eitthvað trend að ég commenta hérna með öfund... Kanaríferðir, Kappaflingi hátíðir og ég veit ekki hvað.

ég er svooo farinn yfir í næsta hús að hözla til að fá að fara með næsta ár...

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home