JFK

The wonderful world of John

Tuesday, March 27, 2007

ammili

Dagurinn í gær liðinn og var fyrir margar sakir merkilegur. Merkilegasta sökin var þó án alls efa afmælið mitt. Ég klökkna hreinlega þegar ég lít á símann minn og sé hversu margir mundu eftir þessu, þeim kann ég miklar þakkir fyrir.
Dagurinn var góður, meira að segja mjög góður. Til að byrja með einkenndist hann af lærdómi og skattaskýrsluskilum sem er kannski ekki ideal leið til að skemmta sér á afmælisdaginn. En hann skánaði og ég fékk fáranlega flotta gjöf frá minni heittelskuðu, hún er klikkuð en ég elska hana.
Aðrar gjafir voru einnig frábærar og ég þakka kærlega fyrir mig.
Dagurinn endaði svo á því að ég og Halla mín og Jói minn fórum út að borða á bautann og fengum okkur pizzu. Svakalega góðar pizzur. Svo var elskuleg mágkona mín Helena búin að búa til eftirrétt sem að við skelltum okkur í. Reyndar var hún búin að klára ca helmingin af honum sjálf en hann var svo góður að það er ekki hægt að áfellast hana fyrir það.

En ég þakka enn og aftur fyrir mig
/JFK

1 Comments:

At 3:36 AM , Blogger ziggipeter said...

Já! til hamingju með daginn

(þetta var skrifað 27. mars en vegna tæknilegra örðugleika komst það ekki til skila:)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home