JFK

The wonderful world of John

Thursday, June 14, 2007

Blogg á dag

Það held ég, báðir lesendur búnir að commenta og hreinlega öskra á meira. Verst að ég hef ekki mikið að segja en ég bulla eitthvað, have no fear.

Hitti einn af mínum betri félögum í bænum í dag og fékk glaðning. Mikið afskaplega er gaman þegar að svona gerist. Maður á ekki von á neinu og hvissbamm, orðinn einni gjöf ríkari.

Helgin framundan og ein af mínum uppáhalds mágkonum á afmæli á morgun. Kannski verður ammælisveisla á laugardaginn en tjellan er að koma frá spáni (aftur með litlu essi) og verður kannski þreytt. En það er enginn afsökun, það er hægt að sofa seinna.

Ég er harðákveðinn í því að fara á bílasýninguna 17.júni þar sem að ég er ekki að vinna. Þetta var tilgangslaus yfirlýsing.

anywhoo,
/JFK

2 Comments:

At 11:28 PM , Anonymous Anonymous said...

Nei gaman að sjá að þú ert enn life and kicking! Varð bara að kasta kveðju á þig, hélt þú værir bara búinn að gefast upp á að blogga eins og svo margir aðrir. En þeir eru aumingjar með hor í nös! :) Skemmtu þér vel á bílasýningunni, bið að heilsa pimp-bílnum sem hoppar! :)

 
At 12:22 PM , Blogger Dagný Rut said...

Ert þú ekki bara undantekningin sem sannar regluna...?!

Nei ég veit. Þetta er bara rugl.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home