4.ár búið, það 5. framundan
Jæja lömbin mín, páskarnir komnir og farnir. Ekki léttist ég mikið á meðan þeim stóð en það er enn tími til að skera niður bumbu áður en haldið verður til spánar svo örvæntið ekki.
Þetta voru sérlega ánægjulegir páskar í ár. Atli bróðir kom með frumburð sinn sem er einstaklega vel heppnaður. Farinn að tala á fullu og vinsælustu orðin voru auðvitað "spægilpylsa" og "húsvíkingur". Auðvitað.
Allar einkunnir eru komnar í hús og allt útlit fyrir að ég komist á 5.ár án vandræða. Sem er gott. Svo þarf maður að ákveða hvað maður ætlar að gera þegar maður er orðinn stór, sem er ekki jafn gott.
Var að horfa á kastljós í gær þar sem stjórnmálamenn voru að rífast um hver ætti að fá að stjórna landinu eftir kosningar í vor. Sumir stóðu sig vel, aðrir ekki og ef satt skal segja sótti að mér smá kvíði fyrir þeim möguleika að ákveðnir einstaklingar skuli hafa möguleika að fá þau völd sem felast í stjórn þessa lands. Á stundum var þetta barnalegt og hálfgerð öskurkeppni.
En vonandi fer þetta allt saman vel og ef ekki þá er alltaf restin af heiminum sem maður getur flúið til. Ástralía hljómar vel.
En núna tekur við ritgerðarvinna en ég myndi einnig þiggja launaða vinnu þar sem að skólinn er búinn fáranlega snemma þetta árið. Þannig að ef að vantar nautsterkan, bráðmyndarlega, ótrúlega vel gefinn og duglegan mann í vinnu einhverstaðar hafiði samband. Og ef ég finn engan svoleiðis er ég alveg til í að fylla skarðið.
/JFK
4 Comments:
Lítill og loðinn...vorum við Ásgeir ekki búin að ræða þetta margoft við þig?! En til hamingju með prófin kappi, við mössuðum þetta að vanda!
Nýja-Sjáland er líka fínn kostur :)
Bestu kveðjur héðan úr neðra!
Kveðja,
Elva (gamall MA-ingur)
Where art thou, brutha?!
I be here brutha
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home