Áfanga lokið
Þá er enn einum áfanganum í átt að lögfræðigráðu lokið. Var sem sagt í lokaprófi í dag sem að var allt að því skemmtilegt að eiga við. Fékk sendar prófspurningar kl 10 í morgun og átti að skila inn kl 15 í dag. Það gekk eftir.
Verð að segja að mér líkar vel að taka próf sem þessi. Fæ tvær spurningar og er undir smá pressu með að klára.
Svo sendi ég tannlækninn minn til þess að skoða bíl sem að minnst var á í fyrri færslu. Honum leyst bara helv... vel á hann þannig að ég ætla suður að athuga málið á sunnudag eða mánudag (ef gripurinn verður ekki seldur fyrir þann tíma). Langt síðan ég hef farið suður þannig að það er ekki laust við smá spenning. Taka bara mp3 spilarann með því þá leiðist mér ekki á leiðinni.
Svo er góð helgi framundan sem hefst á vísindaferð annaðkvöld og verður vonandi fylgt eftir með kallaklúbbskvöldi. Ásgeir var með einhverjar meiningar en það verður vonandi hægt að tala kallinn til.
Fékk svo póst í dag þar sem að laganemum var boðið í kokteilboð á laugardaginn líka þannig að dagskráin er þéttskipuð.
Halla mín er að fara í KB-banka ferð á laugardaginn. Flýgur suður kl 07:00 og til baka á miðnætti. Munar ekkert um lúxusinn á þessu liði, bara leigð rella undir þetta pakk. Mér á hinsvegar ekki eftir að leiðast þar sem að Helena mín ætlar að koma og horfa á "það var lagið" með mér. Við eigum sennilega eftir að enda slefandi drukkin syngjandi með.
Skrítið hvað ég virðist oft horfa á þætti þar sem að söngur kemur við sögu, held að það blundi í mér stjarna. Og allir þeir sem mig þekkja geta tekið undir þau orð. Ég veit ekki hve oft ég hef verið að raula með sjálfum mér og fólk hreinlega hrópað að mér "syngdu hærra" eða "syngdu meira" sem ég svo að sjálfsögðu geri.
Annars verða það fastir liðir eins og venjulega þar sem að ég verð að vinna á laugardag og sunnudag. ZiggiPé verður með mér á laugardaginn og það er vel.
Var að átta mig á að ég hef sennilega nefnt Ásgeir á nafn í flestum þeim færslum sem hingað hafa ratað, þannig að ég er að standa við minn helming;)
hef etta ekki lengra að sinni, ætla að slappa af og njóta þess að gera ekki neitt.
bæ!bæ!
JFK
2 Comments:
Hey there. I've been looking at the writing on this blog -- cannot say I understand a lot of what is being said [I can pick up a few words; I am Danish] -- but it looks so beautiful!
Hehe er einhver að leika á spam vörnina??
Koddu endilega suður, hafði hugsað mér að hafa lítið matarboð á mánudeginum til heiðurs dóttur minni sem verður ársgömul á kvennafrídaginn:)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home