JFK

The wonderful world of John

Thursday, October 27, 2005

Krappetikrapp

ég er veikur og mér leiðist. Það er bara ekkert svo spennandi að vera veikur. Miðað við það sem ég er að lesa á blogginu hans Zigga þá er stórgaman í skólanum og ég sit bara á rassinum og bora í nefið. Andskotinn hafi það.

Svo voru mamma og pabbi að fljúga til Danaveldis í morgun þannig að ég tók að mér að gæta bíls og bú ásamt Höllu minni.

Ég og Halla mín ætlum að skella okkur á Elvis-show-ið um helgina og það örlar fyrir spenningi. Fór til Dalvíkur í sumar á tónleika með Friðriki Ómari og verð að viðurkenna að ég skemmti mér stórvel. Því eru væntingarnar fyrir þessa skemmtun í hærri kantinum.

Annars geta glöggir lesendur séð af þessum pistli að ég hef nákvæmlega ekkert að segja. Meira að segja mér leiðist þegar ég les þetta yfir.
Ég biðst því afsökunar á þessu krappetíkrappi og reyni kannski aftur seinna í dag.

Avúhú, JFK

2 Comments:

At 1:38 PM , Blogger JFK said...

Vííííí fyrir að vera búin að bæta mér á listan.
ooooooohhhhh fyrir að vera veik, sniffsniff horhor

 
At 2:44 PM , Blogger Ally said...

Bíddu bíddu......... fórst ÞÚ til Dalvíkur???!!!!
Allavega get milljón prósent mælt með Elvis sjóvinu;)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home