JFK

The wonderful world of John

Tuesday, October 25, 2005

Nýr fjölskyldu meðlimur

Núna hafa sennilega einhverjir fengið áfall og ég er nokkuð viss um að það sé verið að blása lífi í mömmu. Ég er ekki óléttur, ég endurtek, ekki óléttur.
Nýi fjölskyldumeðlimurinn sem getið er um í fyrirsögninni er semsé Toyota Carina sem ég fór og náði í suður (það er ástæða bloggleysis, vona að Kolla sofi vært í nótt)

Ég skellt mér semsagt suður á sunnudag og var að koma heim í dag. Bíllinn er eins og hversmanns hugljúfi og ekkert nema gott um hann að segja. Þetta þýðir hinsvegar að mazdan hefur verið dæmd til dauða og það finnst mér sárt. Þessi bíll hefur undanfarin þrjú ár verið einn af mínum bestu vinum og staðið sig miklu betur en hann hefði þurft. Það verður því með ekka og tárum sem félaginn verður kvaddur.

Ég hafði þó sérstaklega gaman að því að ná að hitta flesta vini mína sem fluttir eru í borg óttans. Fékk meira að segja kjúklingasúpu hjá Allý sem var alveg meiriháttar. Eini gallinn á því er sá að mér var nánast lofað að tíu ár myndu líða þar til að mér yrði boðið upp á það aftur. Hjá Jóa og Dundu fékk ég að gista og það var gaman, sérstaklega í ljósi þess að Jói er búinn að fá sér playstation.

Samt virðist engu máli skipta hversu lengi eða stutt ég stoppa fyrir sunnan, mér finnst alltaf jafn gott að koma heim.

En nú taka við fastir liðir eins og venjulega og skóli og vinna og ég veit ekki hvað og hvað. Ljósi punkturinn er að sjálfsögðu að bloggið verður uppfært reglulega víííííííí
JFK

2 Comments:

At 11:15 PM , Anonymous Anonymous said...

Þetta eru sannkölluð tímamót. Hvenær verður Mazdan jarðsungin?

 
At 6:51 PM , Blogger Geiri said...

Johnny er að ljúga hann ér óléttur alveg eins og Arnold í eðal myndinni Junior. Annars getur Brettafélagið ættleitt mözduba. We´ll take good care of it, eða þannig.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home