JFK

The wonderful world of John

Friday, October 21, 2005

Lilly?

Í pistlinum hér á undan commentaði konukind er kallar sig Lilly, segist vera dönsk og þar af leiðandi ekki skilja mikið hvað hér fer fram. Gott og vel. Ally benti á að spamvörnin mín væri eitthvað að klikka og ég var alveg á því og fór að blóta spamvörninni í sand og ösku.
En bíðið við... ef þið klikkið á nafnið Lilly þá poppar bara þessi fínasta bloggsíða, ekki auglýsing um viagra eða álíka þarfaþing.

Þetta leiddi mig til að hugsa, er fólk að vafra um á netinu í leit að blogsíðum annarra? Svo virðist vera (allaveganna þessi Lilly). Fyrstu viðbrögð mín við þessu voru í neikvæðari kanntinum en svo áttaði ég mig á því að þetta er fyllilega eðlilegt og Lilly er eflaust ósköp venjuleg danadjöflastúlka.

Ég held þessari blogsíðu út vegna þess að ég hef gaman að því og ég lifi í þeirri veiku von að vinir mínir og kunningjar slysist hingað inn og hafi einnig eitthvert gaman að. Ef að danadjöflar (og fólk almennt frá norðurlöndunum) vill njóta þessa hugverka minna þá ætla ég ekki að banna þeim það. Það væri samt góður draumur að geta blokkað út norðurlöndin, ha Allý ;)

Eftir stendur samt einn punktur; Lilly segist vera dönsk. Ég hef ekki ástæðu til að rengja það. Er ekki svoltið "excercicse in futility" að ætla þá að lesa síðu á íslensku. Ég sé það ekki gerast að ég ráfi inn á síðu sem að skiptinemi frá Jemen heldur úti og geti hreinlega ekki hamið commentaþörf mína vegna þess að mér finnst síðan svo falleg. Skítt með það sem stendur í blogginu og þá staðreynd að ég get ekki fyrir mitt litla líf gert nokkurn greinarmun á því hvort að hann sé að skrifa um nýja fína Yarisinn sinn eða útrýmingu allra Svía. Ef síðan er "falleg" þá commenta ég. Ég held ekki.

Að öllu þessu sögðu þá þótti mér vænt um commentið frá Lilly.

Nú er ég hinsvegar staddur uppí skóla að kikka á compromið úr Jessup. Halla mín ætlar að koma á eftir en hún var að brillera í áfanga sem að hún var að klára. Þetta fyrirkomulag er fínt. Ég sulla í gegnum lögfræði hálf kærulaus og næ að tala fólk til að gefa mér þessa BA-gráðu. Halla lærir eins og rolla á ritalíni og ef að ég lendi í vandræðum seinna mér (þegar ég kominn út á vinnumarkaðinn og farinn að vinna sem lögfræðingur, guð hjálpi okkur öllum) þá spyr ég bara Höllu mína.

Þetta var innsýn í huga Jóns Fannars á föstudegi
lifið heil
JFK

2 Comments:

At 6:00 PM , Blogger Ally said...

Rosalega er gaman að lesa svona bloggfærslur og vera í þeim. Þetta er svona svipað að fletta myndaalbúmi og vera alltaf að leita að myndum af sjálfum sér. Maður verður glaður að finna eina og eina;)

 
At 2:03 PM , Blogger Geiri said...

þarna ertu, kalllinnnnn. Ok, bye bye.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home