JFK

The wonderful world of John

Friday, October 28, 2005

*bleep* veður

Já úti er skíta veður. Vaknaði og mér var skítkalt. Núna furða lesendur sig kannski á af hverju ég *bleepaði* í fyrirsögninni en nota svo "skíta" vilt og galið í textanum. Ég furða mig reyndar á því líka....

Anywho, þá er föstudagur framundan og ég sé fram á að eyða honum að miklu leyti í skólanum. Loksins segi ég. Ha? segja þá sumir. Jú þegar maður hefur verið veikur þá er skólinn eins og guðsgjöf. Jessup liðið mitt ætlar semsagt að hittast í dag og erum við (þau því að ég var veikur) búinn að tryggja okkur fundarherbergi einusinni í viku fram að keppni.
Það er semsagt komið í ljós að við keppum við HÍ áður en að haldið verður til USA og er það í raun hið besta mál. Fáum við smá æfingu áður en að við förum út.
Hinsvegar er tíminn knappur því að einungis eru tæpar 3 vikur þangað til að við mætumst. En það er allt í lagi því að ég þrífst á pressu. Ég meina það, ég geri það.

Í kvöld verður svo lífinu tekið rólega, ætla að baka pizzu og chilla fyrir framan tv með Höllu minni.
Svo er vinna um helgina með ZiggaPí og Helgu sem er algott.

Wellster hef þetta ekki meira í bili,
JFK

4 Comments:

At 6:16 PM , Blogger Geiri said...

Das wetter ist sehr schon und du musst viel spass machen in das schnee. Da snizzle funizzle vinurrr.

 
At 9:29 PM , Blogger Ally said...

Keppa í hverju?? Ha?

 
At 11:46 PM , Anonymous Anonymous said...

ekkert að þessu veðri.

 
At 6:14 PM , Blogger JFK said...

Jessup er málflutningskeppni, þ.e. keppni í lögfræði. Já ég veit að að þetta hljómar ekki vel en þetta er spennandi. Það eru sett upp gerviréttarhöld og virtir dómarar sem að sitja í hásætinu og dæma frammistöðu þátttakenda.
víííí fyrir því

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home