Happy day
Ég er glaður, voða voða glaður. Þegar ég fór með mözduna góðu á föstudaginn var ég búinn að undirbúa mig andlega. Ég var búinn að sætta mig við aðskilnaðinn og þá köldu staðreynd að mazdan þyrfti að deyja. Hvað gerist þegar ég arka inn á "Aðstoð"? Góði maðurinn bauðst til þess að kaupa hana (mözduna). Fyrir sama pening og maður fær fyrir að skila inn bílum sem eru 15.000 kr.
Þetta gladdi mig endalaust mikið því að nú fær mazdan að skrölta um götur bæjarins aðeins lengur.
Annars hefur þessi helgi verið með ágætum. Var að vinna með Zigga og Holy Johansen. Það sem stendur uppúr eftir þessa helgi er hinsvegar tónleikarnir sem að ég fór á í gær. Gargandi schnilld. Friðrik Ómar er að mínu mati eitt best geymda leyndarmál Íslands. Þessi drengur getur sungið. Það get ég reyndar líka, bara ekki jafnvel.
Það var troðfullt í sjallanum og feiknar stemmning. Eftir að tónleikum lauk fórum við Halla og tengdó heim til SiggaRún og Helenu og kepptum í Buzz. Hvað er Buzz kunna nú margir að spyrja? Jú Buzz er leikur í playstation sem gengur út á að svara spurningum um tónlist. Allir keppendur fá "bjöllu" og þetta er bara eins og ekta keppni. Þrælgaman, góð skemmtun.
Annars er bíókvöld framundan með Dressmann og er stefnt að því að sjá Zorro. Það verður vonandi alveg meiriháttar.
Svo verður vikan tekinn í stífan undirbúning fyrir Jessup. Liðið er búið að fá úthlutuðum stofum frá 8 til 16 út vikuna og ég verð að lýsa yfir ánægju með þann stuðning sem við erum að fá frá fulltrúum skólans. Ekki veitir af.
Hef þetta ekki lengra þann daginn, hilsen
JFK
1 Comments:
kannski lærði Lilly íslensku til þess að geta lesið bloggið mitt.
kannski móðgaðist Lilly eftir að hafa lesið bloggið mitt.
anywho....
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home