JFK

The wonderful world of John

Wednesday, August 30, 2006

I´ll be a monkeys uncle

I am flabbergasted. Árni búinn að fá uppreisn æru no less. Það skil ég ekki. Fólk á eflaust eftir að benda á það að hann sé búinn að afplána sína refsivist og það er af sjálfsögðu alveg rétt. En ástæðan fyrir því að farið er fram á uppreisn æru er sennilega sú að hann vill á þing aftur. Ef við stoppum aðeins og spólum til baka og lítum á brot hans þá kemur í ljós að hann var í opinberu embætti þegar að brotin áttu sér stað. Og ekki skal gleyma öllu dramanu sem að fylgdi í kjölfar þessa máls í fjölmiðlum með öllum þeim ásökunum sem þar komu fram (meðal annars að fjölskylda hans hefði verið lögð í einelti og what not). En erum við búin að gleyma þeim gífurlega einbeitta vilja af Árna hálfu til þess að hylja spor sín? Hversu oft hann varð uppvís að lygum, þegar hann veittist að myndatöku manni stöðvar tvö o.s.frv. Nú finnst mér við helst til fljót að gleyma.
Ég geri mér grein fyrir því að Vestmanneyingar eru allt annað en sáttir við samgöngur sínar og sjá sennilega í Árna einhvern bjargvætt. Og eflaust getur hann troðið í gegn einhverjar úrbætur, í það minnsta barist fyrir þeim og í kjölfarið vakið athygli. En að mínu mati var brotaviljinn greinilegur og sú staðreynd að hann skuli hafa orðið uppvís að lygum oftar en einu sinni finnst mér segja allt sem segja þarf.
Ég er allt annað en ánægður með þessa ákvörðun.

En í öðrum fréttum þá er allt gott að frétta. Skólinn að komast á fullt og ég líka. Fór í ræktina með jóa tönn og við erum á góðri leið með að verða helmassaðir og tannaðir, algerir súkkulaðidraumar yessiríbob.

/JFK

9 Comments:

At 9:39 AM , Blogger Thor Magnusson said...

Allt sem tengist Birni Bjarnasyni lyktar af spillingu og ógeði. Þetta er bara enn eitt dæmið um það. (hann er sko skráður fyrir því að koma þessu í gegn)

 
At 5:03 PM , Blogger Geiri said...

Það er skíta lykt af þessu öllu saman. Þetta er svona svipað og syndaaflausn hjá kaþólsku kirkjunni.

Vona að kjósendur sjái sér fært að hjálpa Árni ekki inn á þing 2007.

 
At 8:25 PM , Anonymous Anonymous said...

Þýðir þetta að það sé búið að reka mig úr kallaklúbbnum?

 
At 7:00 PM , Anonymous Anonymous said...

Sammála með Árna...kúkafýla af þessu öllu saman :(
En ég vil koma á framfæri hér smá athugasemd varðandi yfirlýsinguna um "helmassann" og allt það....það er ekki gott að borða pizzu kl.2 á næturnar eftir bjórdrykkju á ölhúsum Akureyrarinnar ;)
Það eyðir vöðvunum þínum Jón minn.....

ahahahhahahahahaha ég elska mig xx

 
At 7:00 PM , Anonymous Anonymous said...

Loksins get ég kommentað á síðuna þína....búið að vera eitthvað ves alltaf ;) Heppinn þú!!! :):):) yeah!

 
At 7:01 PM , Anonymous Anonymous said...

Böh!! Here I am again :)

 
At 7:01 PM , Anonymous Anonymous said...

...and again!

 
At 7:06 PM , Anonymous Anonymous said...

aaaaand again....æi þetta er kannski ekkert fyndið lengur :(
Svo þarf maður líka að skrifa fokkings ritgerð í staðfestingarkóðareitinn í hvert skipti. Farin blis.

 
At 9:01 AM , Blogger JFK said...

Fita er massi alveg eins og vöðvar þannig að maður verður massaður á því að borða pizzur og drekka bjór. Ha!ha!

Og Árni, þú varst aldrei í kallaklúbbnum og verður aldrei í honum. Hættu að betla og hættu að hringja.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home