JFK

The wonderful world of John

Monday, September 25, 2006

Leirdúfur eru minni en þú heldur

Fínasta helgi liðin. Fór í óvissuferð með KB-banka á laugardaginn sem var alveg hreint stórskemmtileg. Skeit á mig í leirdúfuleikfimi, skeit á mig í körfubolta en náði að vinna mér inn stig aftur í Brennó. Tapaði þeim stigum svo aftur í "ratleiknum". Heilt yfir ekki minn dagur. En fór í íshokkí og náði að skora. Svo var haldið á All-inn (á móti sjallanum) og borðað og farið í singstar. Þar náði ég nokkrum stigum í viðbót. En fínasta helgi alveg hreint.

Framundan er strembin vika, próf á föstudaginn sem ég er að fara verða ponsu stressaður fyrir. En það þýðir ekkert að væla, það hlustar hvort sem er enginn á mig.

Hilsa
/JFK

1 Comments:

At 11:53 AM , Anonymous Anonymous said...

Nei það þýðir ekkert að væla, það fer bara inn um annað eyrað og út um hitt væni minn! :)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home