JFK

The wonderful world of John

Monday, September 18, 2006

The same heygardencorner

Á bókasafni Háskóla Akureyrar. Að skrifa ritgerð. Aftur.
Helgin komin og farin, stóráfallalaust. Kíkkti í vísindaferð á föstudaginn með lögfræðinni. Búinn að fara svo oft að ég gæti bruggað bjórinn ef starfsmenn Vikings ákveddu að fara í utanlandsferð saman. Hringja bara í jón og hann heldur starfseminni gangandi á meðan. Ákvað í ljósi þessa alls að halda mig bara nærri bjórdælunni á meðan liðið fór þennan vanalega rúnt um verksmiðjuna. Það var bara snilld.

Svo var farið heim, ZiggiRey og Jói Tönn kikktu og svo var haldið í bæinn. Endaði á Rokko syngjandi karókí og fór svo fljótlega heim eftir það, enda kvótinn búinn.

Var að byrja í nýjum áfanga í dag og mér lýst lala á það. "Gott" að vita til þess að sumir hafa ekkert breyst yfir sumarið og ákveðin atriði ætla greinilega að verða eins og þau voru í fyrra.

En allaveganna, ritgerðin skrifar sig ekki sjálf og ég fékk engan til að gera hana fyrir mig þannig að það er best að fara að snúa sér að þessu.

bless í bili
/JFK

3 Comments:

At 11:05 PM , Blogger Ally said...

Voðalega ertu búinn að vera stabill í blogginu frá því ég henti þér út af tenglalistanum mínum. Ég þori samt ekki að linka á þig aftur af ótta við að drepa skriffinskuna

 
At 12:43 PM , Blogger JFK said...

ég set stóran fyrirvara við réttlætingu sem þú lagðir til grundvallar ákvörðunar þinnar. Nægir að vísa í marga bloggara sem eru/hafa verið og munu verða latari bloggarar en ég.
En ótti þinn er á rökum reistur, enginn veit hversu stabill ég verð í þessu frekar en öðru...

 
At 5:43 PM , Blogger Geiri said...

piff og double piff. Maður bara skrínaður út af msn og hvergi minnst á að þú hafir hitt geira frænd niðrí bæ. triple piff.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home