JFK

The wonderful world of John

Wednesday, September 27, 2006

Monday bloody Monday

Ég hef staðið mig að því í dag að muldra orð sem að ég hélt að ég ætti aldrei eftir að muldra. Sat í tíma og huxaði með mér "ég vildi að það væri mánudagur" Yes folks, þið lásuð rétt, mánudagur. Eiginlega vildi ég að það væri mánudagur svona ca fram á næsta miðvikudag. Af hverju, kunnið þið að spyrja. Vegna þess, svara ég þá, að það er próf á föstudaginn, það á að lesa einhverjar 18.000 bls fyrir þetta próf og ég hef ekki tíma. Annars er ég hress, að öllu öðru leyti en þetta er ég hress.

Svo var jói tönn að kaupa sér bíl, fallegan bíl. Mig langar í svona bíl en ég er fátækur námsmaður og hef ekkert efni á svona bíl. Mér er sama þó að fólk segi að ég sé ríkur því að ég hef heilsu, góða konu og allt það. Mig langar í dýran bíl, svoleiðis er það bara. Annars er þetta ekkert annað en vanþakklæti, auðvitað kann ég að meta þetta sem ég taldi upp áðan og er, eins og afinn í Jóni Odd og Jóni Bjarna sagði, moooooldríkur.

En kannski að ég ætti að snúa mér aftur að bókunum, sérstaklega í ljósi þess að ég var að enda við að kvarta undan að ég hefði engan tíma. Svo er ég á netinu. Að blogga. Vitleysa er þetta.

/JFK

1 Comments:

At 7:16 PM , Anonymous Anonymous said...

Uhh... hvada dagur er eiginlega i dag? I forget.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home