JFK

The wonderful world of John

Tuesday, October 24, 2006

Bark twice if youre in Miliwakee

Fór á Mýrina um helgina. Stórgóð. Besta íslenska mynd sem undirritaður hefur séð og ég tek undir orð Allýar og Dodda að þessi mynd gæti jafnvel plummað sig á erlendum markaði.

Helgin var með rólegasta móti. Gerði mitt annað laxasalat um ævinna og sveimérþá ef að það var ekki bara betra en það fyrsta (ég hélt að á þeim tíma sem að ég gerði fyrsta salatið að fullkomnun væri náð og tilgangslaust væri að reyna að toppa það). En toppað var það og then some.

Vikan sem nú er hafin og lýkur á föstudaginn (þannig mæli ég vikur, mán til fös) verður sennilega einhver sú einhæfasta í minni stuttu ævi. Stórt próf á fös (lok vikunnar) og ég verð að læra fram að því. En þá tekur helgin við og það er eitthvað hrekkjarvökudæmi á laugardaginn. Einu skiptin sem ég hef "I have nothing to wear" áhyggjur eru þegar ég er að fara í svoleiðis tjútt. Sem hefur kannski gerst þrisvar á ævinni. Þannig að ég hef þessar áhyggjur ekki oft. Þetta var pointless.

Anywho, rétt að taka stöðuna, back to the bookz, the wonderfull bookz

/JFK

(það skal tekið fram að titill þessa póst hefur akkurat ekkert með þennan póst að gera, ...ekkert!)

3 Comments:

At 3:28 PM , Blogger JFK said...

Jabba the Hut hljómar reyndar vel... then again, i'll be toooo drunk to care....

 
At 3:58 PM , Blogger Ally said...

Sigurður! Dragðu fram saurbúninginn sem þú dimmiteraðir í. Klikkar aldrei!

 
At 9:03 AM , Blogger RobbiK said...

Í einhverju ölæði athuguðum við félagarnir verðið á stormtrooper búningum. Okkur fannst það prýðishugmynd að panta svoleiðis og kíkja á pöbbarölt.

Þangað til við komumst að því að "ekta" búningur kostar tæplega 200.000 íslenskar krónur.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home