Free Willy my %#$%
Ég er ekki alveg að skilja þessi viðbrögð "alþjóðasamfélagsins" við þeirri ákvörðun íslendinga að byrja að veiða hvali. Það er eins og við höfum ákveðið að gera út 20.000 hvalveiði skip með það eina markmið að drepa alla þá hvali sem við komum auga á. Og ef við sjáum höfrunga eða litla sæta seli þá drepum við þá í leiðinni. Og þetta gerum við af mannvonskunni einni saman.
Nú spyr ég, hvað er svona merkilegt við að veiða þessi dýr? Persónulega finnst mér hreindýr alveg endalaust krúttleg, kálfar eru algjörar dúllur og ekki láta mig byrja á lömbunum. Það virðist samt vera allt í lagi að veiða hreindýr sér til skemmtunar, ala kálfa upp í naut og éta svo og slátra lömbun í tonna vís.
Ég á enn eftir að heyra rök sem sannfæra mig um að veiða hvali sé vont eða siðferðislega rangt. Þeir eru ekki í útrýmingarhættu en það væru sennilega einu rökin sem að ég myndi taka góð og gild fljótt á litið.
Veiðiaðferðirnar eru reyndar ekkert huggulegar en hvenær eru þær það? Að draga þorsk í net er varla þægilegur dauðdagi hvað þá að renna fyrir fisk með því að krækja í hann öngli og þreyta hann í þrjá tíma. Eigum við að finna meira til með dýrum eftir því sem þau eru stærri? Ég kaupi það bara ekki. Það sem er sennilega að pirra mig við þetta allt saman er það ósamræmi sem að mér finnst vera í þessu. Þetta er í lagi en hitt ekki og af því bara. Ég vil betri skýringar en ég hef fengið hingað til.
1 Comments:
Fisk á minn disk, segi ég nú bara...
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home