Hairy scary Larry
Kominn tími á blogg, það verður ekki komist hjá því.
Atli bro og Magnus frændi voru á ak-city fyrir stuttu eins og ætti að vera ljóst þeim tryggu lesendum sem hingað koma. Það var alveg meiriháttar að hitta drengina og undir það síðasta var Magnús næstum því alveg hættur að vera hræddur við jón frænda.
Það voru nokkrar skýringar gefnar á því af hverju drengurinn sýndi þessi hræðslu viðbrögð í hvert sinn sem ég kom en vinsælust var, eins og pabbi hans orðaði það
"þú ert svo loðinn, rakaðu þig og farðu í klippingu".
Og þar hafiði það, ég er loðinn.
Ég get engan veginn tekið undir það að vera loðinn. Er ekki með stakt bringuhár, bringan á mér er eins mjúk og barnsrass. Bakið er einni hárlaust, lof sé guði. Lappirnar eru svona í loðnari kanntinum en alls engar öfgar.
Ég vil meina að drengurinn sé með afburðum vel gefinn og mikill mannþekkjari. Hann sér alveg í gegnum mig, þið hin gerið það ekki.
En nú er ég í tíma og hef þessvegna ekki tíma
/JFK
0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home