JFK

The wonderful world of John

Thursday, November 16, 2006

Jóla hvað? Jóla það!

Maður má ekki veikjast þá snjóar bæinn í kaf. Jeddúddamía eins og maðurinn sagði. Það munar ekkert um þennan snjó, og það bætir enn í.

Þessvegna hef ég tekið ákvörðun. Ég ætla að fylgja fordæmi ZiggaPé og koma mér í jólaskap. Um helgina verður keypt jólaskraut (á ekkert solleiðis nebblega) og íbúðin skreytt. Ég er núna á bókasafninu að lesa OG hlusta á jólalög. Ég ætla að kaupa meira malt og appelsín og blanda (því það eru jól). Svo ætla ég að plata Höllu til að baka piparkökur (það er jólalykt).

Ég ætla EKKI að vera fýlupúki og væla yfir því að þetta og hitt sé of snemmt. Jólin eru að koma people og það er eins gott að búa sig undir það.

Nú er semsagt málið að rífa fram jólalögin, henda upp seríum og safna að sér jólaskrauti...

þaðheldégnú
/JFK

3 Comments:

At 11:42 AM , Anonymous Anonymous said...

MASSAGOTT!!!!!!!!

Ég styð þetta átak heilshugar! Tók einmitt malt og appelsín og karamellur og Scrooge á mánudagsnóttina. Lá einn uppi í sófa og upplifaði jólin á 42" meðan spússan var að vinna:)

 
At 7:02 PM , Anonymous Anonymous said...

Jólin já ætli maður fari ekki að skella upp jóladraslinu fyrst jón er að byrja hehe.
Jón til hamingju með jólafýlinginn.
Minn er að fara að baka laufabrauð með kúmeni
(ekki allir austfirðingar sáttir við það)
Helling af kökum og skyde mikið af ljósum.

Gangi þér vel með masterinn og jón ég kem braðum og kiki á karlinn í dressanum
kv Heimir j

 
At 1:09 AM , Blogger Mastro Titta said...

Jól smól... Ég er ekki viss um að það sé svo sniðugt að fylgja í fótspor Zigga í þessum efnum. Gerðu þér grein fyrir því að maðurinn er búinn að byggja upp gríðarlegt þol gagnvart öllu jólatengdu, m.a. með því að halda því við jafnt og þétt yfir allt árið með heimsóknum á ónefndan stað í Eyjafjarðarsveit. Það er hreinlega stórhættulegt fyrir okkur almennu borgarana að ætla að leika þetta eftir svona skyndilega. Ég er ansi hræddur um að þú eigir eftir að óverdósa og hreinlega missa vitið áður en þessi mánuður er úti ef þú heldur fast við þessa áætlun. Þetta segi ég af því að mér er umhugað um velferð þína Jón, treystu mér.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home