JFK

The wonderful world of John

Tuesday, November 07, 2006

Það eina sem er gott við danaveldi

Wellwellwell
sit á bókasafninu og er að lesa í eignarétti, good times. Helgin var ljúf. Var heima á föstudaginn og rassskellti Jóa og Höllu í buzz. Fór svo á galakvöld á laugardag og það var stórskemmtilegt. Fékk viðurkenningarskjal fyrir jessup og vann í happdrætti. Ég vinn aldrei í happdrætti og þetta var því stórstund í lífi Jóns.

Svo var auðvitað unnið í dressmann og það var helv... mikið að gera um helgina.

Atli bróðir hringdi annars í mig á föstudagskv. Jólabjórinn frá Tuborg var semsagt "kynntur" kl 20:59, ekki mín. fyrr og ekki mín. seinna. Þá stukku allir barþjónar í danaveldi fram fyrir barborðið klyfjaðir bjórkössum og gáfu þeim sem vildu. Af hverju er þetta aldrei gert hér? "hey, jólabjór, gefum öllum" Svo var hægt að kaupa einn meter af bjór á 100 kall danskar (það samsvarar semsagt 11 bjórum). Af hverju er þetta heldur aldrei gert hér? "hey, shit load af bjór, seljum hann ódýrt"
Enn þann dag í dag er þetta það eina jákvæða sem ég hef fundið við danadjöflana.

Allaveganna

farið að styttast í kanarí og ég er farinn að hlakka til. Ekki það að ég verð sennilega að taka allar bækurnar út og lesa á ströndinni. Er að bíða eftir tveimur einkunnum og skilst að allir hafi *bleepað* á sig. Alltaf gaman að bíða eftir svona.

wellster,
/JFK

2 Comments:

At 3:40 PM , Anonymous Anonymous said...

Yes, I *bleeped* bigtime!

 
At 9:01 PM , Blogger JFK said...

ég get með hreinni samvisku sagt að ég muni ekki eftir því ;)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home