Forvitinn köttur er dauður köttur
Jæja. Update.
Fór á halloween djamm á laugardaginn og það var helvíti gaman. Margir í búningum og góð stemmning.
Er í "fríi" í skólanum næstu tvær vikurnar þar sem ég á að vinna í masterritgerðinni minni. Sem væri flott. Ef ég hefði hugmynd um hvað sú ritgerð ætti að fjalla um. Er reyndar með eina hugmynd í kollinum og ætla að ræða við "stjórann" um það og athuga hvort að ég fái grænt ljós fyrir því.
Annars er það eignarétturinn sem að ræður ríkjum núna og aldrei að vita nema maður nái að lesa eitthvað fyrir áfangann áður en hann byrjar. Það yrði þá í fyrsta skipti sem það gerðist.
Fólk virðist hafa tekið eftir síðasta pistli og skilaði hann heilum fjórum commentum. Virðist vera að þeir sem commentuðu hafi allir hrapað að sömu niðurstöðu hvað "krúttlegheitin" varðar og ég ætla hvorki að játa né neita neinu í þeim efnum. Er samt forvitinn á að vita hvað Þór meinti með því hvað það þýðir þegar JFK notar orðið krúttlegt. En forvitni drap köttinn eins og allir vita.
Well, hef þetta ekki lengra og set því punktinn hér .
/JFK
2 Comments:
tjigga tjigga báv vávvv...við bíðum öll spennt eftir skilgreiningunni á "krúttleg"
kvitt
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home