JFK

The wonderful world of John

Monday, October 06, 2008

Brosum, verum glöð

Maðurinn notar færri vöðva þegar hann brosir heldur en þegar hann grettir sig.

Konan líka.

Í ljósi atburða undangengina daga er ljóst að nauðsyn er á bjartsýni og jákvæðni. Þess vegna hef ég ein sett mér að taka "happy thoughts" hugsunarhátt á þetta allt saman. Líta á það bjarta og góða í lífinu. Því mun ég ekki taka þátt í umræðum sem innihalda orðin:

1) Þjóðnýting
2) Gengisfall
3) Króna
4) Kreppa
5) Seðlabankinn

Ég get einnig bent á þann ljósa punkt að ég er nýkominn úr námi og á því ekki bót fyrir boruna mína. Því eru mínir hagsmunir minni en margra þó nægir séu þó. Skemmtilegt hvernig JFK nær að setja fátækt í jákvæðan búning.

Ég ætla að ljúka þessum stutta pistli með góðri speki

"This too shall pass"

Friday, September 26, 2008

Hvað er að frétta af JFK

Af hverju ekki að blogga?

Ég ætla ekki að fara út í ástæður bloggþurrðar, þær eru engar. Ég ætla ekki að koma með háfleygar yfirlýsingar um að nú muni ég blogga eins og vindurinn, það væri lygi.
Ég ætla hinsvegar að rita örfá orð um það sem á daga mína hefur drifið undanfarna mánuði.

Fyrst ber að nefna brúðkaup. Mitt brúðkaup meira að segja. Ég giftist ástinni minni, henni Höllu, 12. júlí s.l. og sá dagur var fullkominn. Fjölskylda og vinir gerðu þennan dag þann besta sem undirritaður hefur upplifað.

Hætti í dressmann eftir áratuga viðveru þar. Fór að vinna í Levi's. Hafði gaman af tilbreytingunni en sakna vinnufélaga í Drez.

Fór til Tenerife í brúðkaupsferð. Eins og brúðkaupið sjálft var ferðin fullkomin. Lágum í leti í sólbaði, löbbuðum um, kynntumst nýju fólki (Adda og Elísu) og höfðum áhyggjur af yfirvigt á leiðinni heim.

Flutti til Ísafjarðar (já ísafjarðar). Fékk þar stöðu fulltrúa hjá sýslumannsembættinu þar sem ég sé um ákærumál. Virkilega spennandi vinna en með augljósan ókost. En tíminn líður hratt og ég verð duglegur að koma norður.


Hef þetta ekki lengra í bili, veit ekki hvort eða hvenær einhverju verður hent inn hér til viðbótar

Góða helgi
Fulltrúinn
(hér eftir skrifa ég einungis undir sem "fulltrúinn", þið verðið bara að kyngja því)

Thursday, May 15, 2008

Skrítin tilfinning

Það að leiðast getur verið góð skemmtun. Nú þegar maraþonsetu við ritgerðar-gerð er lokið kemst ég að því að ég á frítíma. Þarf ekki að stressa mig á kvöldin yfir því að vera ekki að læra, lesa eða skrifa. Skrítið.

En það er svosem ekkert að gerast, sem er kannski einmitt þema þessarar bloggfærslu. Og kannski er hún dauðadæmd fyrir vikið.

Anywhoo.

Ég ætla að halda áfram að láta mér leiðast. Það er gaman!


/JFK

Thursday, May 08, 2008

BÚINN!

Tuesday, April 15, 2008

Og ég er .....

...voða voða sybbinn. Sit hér uppá borgum og er sybbinn.

Fór í póker um helgina á meðan Halla mín og Helena mágkona voru að gera girly-stuff. Þá liggur beinast við að gera manly-stuff og hvað er meira manly en póker? Ekkert, nema kannski póker og vindlar frá kúbu. En pókerinn gekk skítsæmó og ég lenti í 3ja sæti, segi það og skrifa.

Ætti samt að vera að þegja og skrifa ML ritgerð, en ég er sybbinn.

Veðrið, boy o boy veðrið, vorið að koma og allt æðislegt að frétta af þeim vígstöðvum. Langar að grilla. Langar í grill. Redda þessu síðast nefnda fyrst og fer svo í það fyrrnefnda.

Og nei mamma, ég er ekki hífaður þegar þetta er skrifað, bara voða voða sybbinn....


/JFK

Wednesday, April 02, 2008

Gasolina

Eftir margra vikna umhugsunarfrest hef ég ákveðið að blogga. Það á svo eftir að koma í ljós hvort að sú ákvörðun borgi sig.

Anywhooo...
Er að skrifa ritgerð. Er með skrifstofu á Borgum sem ég deili ásamt Geira. Dandala fínt allt saman og ritgerðin mjatlast áfram á sínum hraða en ekki mínum. En þetta hefst allt saman.

Varð vitni að sjaldgæfum atburði í gær. Mótmæli samlanda minna gegn háu bensínverði og á sjöunda tug trukka að mér skilst sem tóku þátt í því. Ekki ætla ég að halda tölu um málstaðinn sem slíkan (enda Bjarki búinn að gera því góð skil á www.bjarkis.com). Hins vegar langar mig að benda á að í fyrsta skipti í langan tíma eru menn að sýna hug sinn í verki. Við erum evrópu, heims og smáþjóðameistarar í tuði en yfirleitt gerum við ekkert annað en einmitt það. Tuðum.

Nú virðist hinsvegar sem allnokkrir hafi tekið sig til og ákveðið að gera eitthvað annað í málunum. Mér finnst það allt að því aðdáunarvert. En ég hef ekki lent í töfum vegna þessa og þarf ekki að ná í barn á leikskólan, ná flugi eða mikilvægum fundi. Þá væri kannski annað hljóð í skrokknum.

Það skiptir ekki máli hvort að ég hafi samúð með málstaðnum eða ekki. Mér finnst fínt að menn skuli láta verkin tala en ekki bara orðin tóm.

Svo að lokum,
verður þetta síðasta bloggfærslan eða ekki?

/JFK

Thursday, February 07, 2008

Eins og flís við rass

Hvar er ég staddur nema í Vídd? Hvergi, ég er í vídd.

Tengdó farin til Kanarí og þá er JFK kallaður til sögunar til að tryggja að Akureyringar fái sínar flísar. Og það fyrsta sem JFK gerir þegar mætir í Vídd til að tryggja umræddum Akureyringum umræddar flísar? Bloggar.

Yessiríbob. Það er ekki það að neitt sé að frétta. Er í refsirétti núna, var að klára félagarétt og svo er einn áfangi í viðbót og mastersritgerð og hvissbúmm, kallinn orðinn lögfræðingur. Fræðingur í lögum.

Svo langar mig að koma því á framfæri við þann sem málið varðar; Ekki meiri snjó. Þetta er orðið fínt af snjó. Ég nenni ekki að skafa bíllinn minn16x á dag. Hættu þessu.

/JFK