JFK

The wonderful world of John

Monday, July 30, 2007

Leggðu slökkvitækið frá þér vinur...

Þessi líka ágæta helgi afstaðin. Spilaði póker í góðra vina hópi á laugardaginn og stóð mig með eindæmum illa. Var fyrstur út og fór í playstation í staðinn í hæfilegri fýlu. Það þróaðist svo úti singstar og var háð hörkukeppni. Svona tilþrif hafa sjaldan eða aldrei sést í keilusíðu 2h, nósiríbob.

Sunnudagurinn var svo tekinn með trompi niðri dressmann þar sem að ég komst að því að umferðin um glerártorg er meiri en ég hélt. Ca. 120.000 manns á mánuði.

En versló er framundan í öllu sínu veldi og með sína kosti og galla. Ég verð að vinna á strikinu á föstudag og laugardag. "Að þjóna" gætuð þið þá spurt sjálf ykkur að nokkuð undrandi. "Nei" myndi ég þá svara, svoltið óhress með hvað þetta kom ykkur á óvart.
Ég verð í hlutverki einskonar dyravarðar og felst starf mitt helst í því að hindra að drukknir unglingar tæmi úr slökkvitækjum staðarins (hefur gerst) og að fólk troði sér í lyftuna og valdi því að hún stöðvist (hefur líka gerst).

Þannig að ég sé fram á spennandi tíma

/JFK

Friday, July 27, 2007

Föstudagspistill um akkúrat ekki neitt

Föstudagurinn no less.

Ekki mikið í gangi hjá Jóni og co þessa daganna. Lúkas á lífi og class-action lögsókn fylgir í kjölfarið. Við sem þjóð erum sérstök að fleiru en einu leyti.

En það er ekkert ákveðið framundan. Ætlaði að reyna að koma mér austur í bústað um helgina en þarf að vinna. Krapp fyrir því.

En það er alltaf verið að selja flísar og svo er jón aðeins farinn að undirbúa síðustu tvær annir í laganámi sínu. Merkilegt til þess að hugsa að næsta vor er möguleiki á því að útskrifast með master í lögfræði. Kallinn að verða fullorðinn get ég sagt ykkur.

En allt gengur sinn vanagang og það er bara ágætt

/JFK

Wednesday, July 25, 2007

Optimus Prime

Wellwell
hversu gott var að borða á freddie the fifth? Pantaði mér nautalund, medium rare og boy-o-boy var hún góð. Það hefði verið hægt að borða hana með skeið. Þetta var bara ofsalega vel heppnaði í alla staði og allir glaðir. Nema SiggiRún daginn eftir. Ekki var hann fúll af því hann var timbraður heldur vegna þess að hann vildi fara aftur, alla daga, vera helst í fæði hjá Fredda. Og ég skil hann vel.

Svo heyrði ég í Bjarkabekkjarbróður sem ég hef ekki gert í allt sumar og stakk uppá því að fara í bíó. Á transformers. kl 23 á sunnudegi. Átti hálft í hvoru von á að það yrðu frekar fáir í bíó og myndin væri svona lala. Varð samt að sjá hana því þetta eru jú transformers sem við erum að tala um.
Kom í ljós að ég var að tala útum rass***** á mér í báðum tilfellum þar sem að það var nánast uppselt og myndin var bara þrælskemmtileg.

Nú bíð ég spenntur eftir að Thundercats (hóóóó!) og He-man komi út og ég verð algóður.

Well, vikan er hálfnuð af því að það er miðvikudagur
/JFK

Thursday, July 19, 2007

Ahoj-hoj

Fimmtudagur sem þýðir aftur að það er föstudagur á morgun. Sem er gott.

Nóg um að vera, Raggi er í bænum og við fórum í bíó í gær. Quentin Tarrantino myndina með Kurt Russel. Stórgóð. Einn besti endi sem nokkurn tíman hefur sést á hvíta tjaldinu.

Svo borðaði ég bjórkjúkling hjá ma og pa sem var gott og fór í fótbolta með Magnúsi Ofurfrænda Mána sem var alveg frábært.

En það er freddie the fifth á laugardaginn og ég get ekki beðið. Verð samt að bíða. Það sökkar.

Wellster.

Jón kveður

(það er ekkert hækuljóð um sólina núna því að hún er ekki og ég finn ekkert (nenniekkiaðfinnaneitt) í staðinn

Tuesday, July 17, 2007

Fús-ball

Hvað haldiði að Jón hafi gert í gærkveldi? Farið á fótboltaleik þaðheldénú. KA vs Þór og ég og atli bró og pabbi skelltum okkur. Og Rúnki henna Lubbu kom líka með. Úr varð hin ágætasta skemmtun og við urðum vitni að lélegasta víti áratugsins. Veit hvað þið eruð að huxa "hann hefði ekki getað betur þannig að hvað er hann að rífa sig" Málið er bara að ég hefði getað gert betur. Einfætt, fjögura ára stelpa með kryppu og lepp hefði getað gert betur.
Anywhoo.

Matarboð í kvöld.

nammnamm

sólin skín og hún er ennþá fín
JFK

Monday, July 16, 2007

Pissað og engin tók eftir því...

Fínasta helgi afstaðin. Stóð við stóru orðin og fór á Arry Phhotter! sem var bara fín afþreying. Sat á næst fremsta bekk og það ætti að vera ólöglegt að hafa sæti svona nálægt tjaldi. Stundum leið mér eins og ég væri að horfa á tennisleik þar sem að ég mátti hafa mig allan við að ná því sem var að gerast.

Á laugard var svo matur hjá ma og pa. Svo var skellt sér í eitt stykki hundapössun og póker. Gekk vel nema að hundkvikindið virðist hafa náð að pissa á gardinur. Sem ég skil ekki. Svo var kíkt í bæinn en ég var spakur og staldraði stutt við. Atli bróðir og Eva mágkona voru hinsvegar að til 5:30. Það er af sem áður var.

Um næstu helgi er svo búið að panta borð á Friðrik V, eða Freddie the fifth eins og ég kýs að kalla hann. Hlakka afskaplega mikið til að borða þar og held vart vatni.

En sólin skín og hún er fín,
/JFK

Friday, July 13, 2007

Mamma er sterkari en pabbi. Auðvitað

Fös-tu-dag-ur. Jessiríbobþaheldénú!

Hitti Magnús Frænda Mána og fylgilið hans í gær og komst að ýmsu. Samkvæmt honum er Eva mágkona mín sterkari en Atli bróðir minn. Hún á líka frekar að keyra heldur en hann. Ég efast ekkert um sannleiksgildi þessara staðhæfinga enda frændi bráðskýr.
Á meðan að Jón frændi er sterkastur þá er þetta allt í góðu og ekkert sem þarf að leiðrétta.

En nú er helgi framundan og ég auðvitað að vinna. Er í Dressmann þessa helgina. Þarf að rifja upp hvernig það er vegna þess að það er langt síðan ég skellti mér í jakkafötin. Er að spá í að skella mér í bíó í kvöld þannig að það er allt að gerast.

Afskaplega andlaust blogg enþaebarasonna!

JFK

Wednesday, July 11, 2007

Fastur svefn, dofin hendi

Jæja lömbin mín,
tíðindalausir undanfarnir dagar. Akkurat ekkert markvert búið að gerast. Ekkert.
Atli bró og family eru að koma á morgun, verður snilld að hitta þau. Magnús frændi verður bara meiri og meiri töffari og hlakkar mikið til að fá coco-puffs hjá ömmu sinni.

Hjá mér er hinsvegar allt við það sama og ekkert slúður. Er enn að jafna mig í öxlinni eftir að hafa sofið í óhefðbundinni stellingu. Ég vaknaði og hægri höndin var dauð. Veit ekki hvernig ég fór að því en öll mín 90kg hafa safnast saman ofan á hendinni á mér og reynt sitt ítrasta við að endanlega ganga frá höndinni. Hvort að það var vegna þess að restin af skrokknum af mér er afbrýðissamur út í höndina eða hvað veit ég ekki. Vona bara að allir nái að lifa í sátt og samlyndi þannig að ég þurfi ekki að skerast í leikinn.

Þá hef ég þetta ekki lengra að sinni
/JFK

Friday, July 06, 2007

uuuu þetta var óvart....

boy o boy. Flott veður núna og ég sé svalirnar mínar í hillingum með einn kaldann í hendi. En það eru ákveðin smáatriði sem standa í vegi fyrir því eins og vinna og þannig dútl. En ég er spenntur fyrir komandi helgi og ætla að hafa það ofsa gaman bara. Leika við jóa minn og vinna og solleiðis.

Verð að minnast aðeins á þetta Bjarna Guðjóns dæmi. Ég held að það sé ómögulegt að vita hvað gerðist og allir þeir sem eru að fullyrða eitthvað eru að giska. Sá eini sem veit hvað rétt er, er Bjarni sjálfur. Keflvíkingar sýndu svosem ekki mikinn þroska með þessum ofsafengnu viðbrögðum sínum. Það er hægt að skilja gremju en það er ekki boðlegt að hún skuli brjótast út í ofbeldi. En það hefur margt verið skrifað og rætt um þetta atriði og það sorglega er að þetta er enn sem komið er hápunktur þessa fótboltatímabils. Held að menn frá báðum félögum ættu að sjá að sér, gera sér grein fyrir fáranleika þessa atviks og biðjast afsökunar á sínum þætti í þessu.

Þá heldur Jón inní helgina, syngjandi sæll og glaður

Wednesday, July 04, 2007

Baby snatcher

Vika hálfnuð.

Í gær fórum við halla mín í heimsókn til vinafólks okkar og sáum frumburð þeirra. Afskaplega vel heppnað eintak í alla staði og foreldra hlutverkið fór þeim vel. Ég var spurður að því hvort að ég vildi halda á krílinu en aftók það með öllu. Ég er nebblega orðinn ragari við það að halda á börnum eftir því sem ég eldist. Þegar ég var ungur og hraustur hrifsaði ég krakkann jafnvel úr höndunum á móðurinni án þess að hún næði að átta sig á því fyrr en eftir á.
En núna þakka ég pent og læt mér nægja að horfa á stubbana og gera kútchikútchi-kú hljóð.

En Jói minn er að koma um helgina og það er schnilld. Ætla í tilefni af því að fjárfesta í dýnu en veit ekkert hvar hún á að vera, endar sennilega á svölunum þannig að það eins gott fyrir joey að það verði í lagi með veðrið um helgina.

Svo er atli bró kominn til landsins með Evu sinni og Magnúsi frænda. Vil fá þau norður eins fljótt og hægt er. Ef það verður ekki bráðlega fer ég suður og rifja upp gömlu "snatch and grab a baby" taktikina sem ég nefndi hér að ofan.

Well
/JFK

Monday, July 02, 2007

Return from the city of fear and doom

Snúinn aftur úr borg óttans. Frábær ferð í alla staði. Veðrið var undarlega gott og því tilvalið að vera á þjóðarbókhlöðunni. Annars var það alls ekki slæmt, aðstaðan er frábær og ég náði að koma þónokkru í verk.

Við Halla mín fórum í mat til Agnesar á föstudagskvöldið sem var mjög gott. Gnesa eldaði lasagna með baunum sem ég var ánægður með. Raggi og Robbi voru þó ekki jafn ánægðir þegar að leið á kvöldið. Það var farið í keilu þar sem að ég vann. Báða leikina. Örugglega.

Á laugardeginum fór Halla mín í IKEA og ætlaði að kaupa hnífa og barstóla. Keypti það reyndar ekki en náði samt að vera þar í fjóra tíma og kaupa fullt af öðru. Fór síðan á sunnudaginn með Höllu (algerlega gegn mínum vilja) og keyptum skrifborð og barstóla og fleiraogfleira. Komst að því að það var alls ekki svo hræðilegt að fara í IKEA og ég hefði geta sleppt því að væla einsog smákrakki.

Frábær ferð en Jón er sybbinn

/JFK