JFK

The wonderful world of John

Wednesday, October 17, 2007

Zub Zero

Kemst alltaf í blogg-gírinn þegar ég er í Vídd. Og áður en þið spyrjið þá er alveg nóg annað að gera í vídd en að sitja fyrir framan tölvuna og blogga. En þar hafiði það.

Íííííískalt úti og svei mér ef jólin fara bara ekki bráðum að koma. Ætla að skreyta fullt í ár því að ég var á kanarí um síðustu jól og missti eiginlega af því. En ég er vinur Ziggapé þannig að ef að mig vantar atvinnumannaráðleggingar þá hringi ég í hann. held að hann byrji að skreyta fyrstur á Akureyri og er sá síðasti til að taka niður.

En skattaréttur heldur ótrauður áfram og mér finnst það ekki gaman. Próf á föstudaginn og skila verkefni á föstudaginn. Mér leiðist ekki þrátt fyrir að finnast þetta leiðinlegt. Það er nebblega ekki það sama

/JFK

Friday, October 12, 2007

Smooth operator

Þá er jón kominn á gamalkunnar slóðir, flísaverslun Vídd no less. Verð að vinna aðeins meðan tengdó er í Kína. Spauglaust, Kína.

En ég er að fara í vísindaferð í SagaCapital á eftir. Var reyndar að þjóna þar þegar þeir opnuðu þannig að ég veit alveg úti hvað ég er að fara. Húsakynnin eru glæsileg og alveg samboðin Jóni ykkar. Ætla að reyna að verða mér úti um eitt stk vinnu eða svo, sjáum hvernig það fer. Það er nebblega þannig að þegar tveir bjórar eru komnir í bumbuna á Jóni þá er hann smooth talker, fjórir bjórar ekki svo mikið og eftir sex stk er jafngott að Jón segi bara ekki neitt.

En sólin skín, hún er fín. Heitt og gott veður, smá vindkæling í gangi en ekkert sem drepur mann.

skattaréttur er byrjaður og ef ég myndi segja ykkur að hann væri áhugaverður, þá væri það helber lygi.

/JFK