JFK

The wonderful world of John

Monday, May 15, 2006

Good necks

Góðir hálsar,
ég er búinn. Ég er búinn að skrifa B.A. ritgerð. Ég er búinn að henda henni í Stell og láta það góða fólk prenta B.A. ritgerðina út. Ég er búinn að skila henni til prófstjóra. Ég er búinn.

Framundan er semsagt sumarið. Ég og Halla mín ætlum að starta því formlega á fimmtudaginn með því að chilla við sundlaugina í garðinum fyrir utan villuna sem að við ætlum að búa í á Spáni. Svo komum við heim.

Þá tekur við vinna, en í sumar ætla ég að selja flísar og önnur gólfefni í stórversluninni Vídd þar sem tengdafaðir minn ræður lögum og lofum. Þetta verður því talsverð breyting þar sem að undanfarin sumur hef ég verið í Dressmann eins og alþjóð veit.

En þar sem að ég verð á spáni í viku kem ég ekki til með að blogga á þessa síðu í ca svo langan tíma. Svo veit maður ekki hvort að maður eigi að vera halda út þessari síðu, commentum hefur í það minnsta fækkað og kannski væri öllum greiði gerður ef þeim væri hlíft við ruglinu í mér híhí.

JFK, alveg að verða piparsveinn í listum (B.A.)(í crack myself up)

Thursday, May 11, 2006

Bú-hú-hú-inn

Það held ég nú yessiríbob!
Nú er bara eftir að henda draslinu niður í stell og bíða og vona að maður fái að útskrifast í vor.
En var ég búinn að nefna að ég er að fara til spánar?
vííííí

JFK

Wednesday, May 10, 2006

We-he-hell

Í kvöld kem ég til með að klára BA ritgerð. Á morgun hendi ég henni niður á Stell sem prentar hana út í fimm eintökum (og tekur 6000 kall fyrir) og á mánudaginn skila ég henni.

Svo fer ég til spánar.

já góðir hálsar, spánar.

Ég og Halla mín vorum að panta ferð á netinu, förum út þann 18. og verðum í viku. Ég ætla ekki að gera neitt nema að liggja við sundlaugarbakkann og sötra öl. Ekki neitt.

Ákvað að deila þessu með ykkur.

JFK

Friday, May 05, 2006

Jón og stóllinn á bókasafninu

Orðið uppvakningur kemur í hugann þegar ég huxa um hvernig ég hef verið undanfarna daga. Ég og stóllinn á bókasafninu eru orðnir eitt og heimurinn minn hefur minnkað til muna, samanstendur af fartölvu, fullt af heimildum og kóki í lítravís.
En nú horfir allt til betri vegar. Ritgerðin nokkurn veginn klár og ég ætla undirbúa mig fyrir uppskurðin sem þarf til þess að ég losni frá stólnum.

Svo er helst í fréttum að Helena, systir Höllu minnar, er að fara opna hárgreiðslustofu á laugardaginn. Þetta verður alveg svakalega flott hjá þeim, er búinn að reka nefið inn aðeins (já með stólinn fastann við rassgatið) og þetta lítur ekkert smá vel út. Þannig að allir sem ég þekki eiga að fara í klippingu þangað. Ekkert flóknara en það. Nosirrybob!

Anywhoooo, ég ætla að halda áfram að reka smiðshöggið á meistaraverkið

blæíbili
JFK