JFK

The wonderful world of John

Tuesday, January 31, 2006

Hallelúja

Þá er greinargerði vonandi kominn til washington. Var í skólanum frá 8 til 23:55 að berjast við þetta kvikindi. Gott að þetta er frá, núna taka við æfingar á ræðum og fínpússa þær svo að þetta verði allt samboðið fólkinu þarna úti.
Þegar maður er svona mikið í skólanum er hætt við því að maður villist inná netið svona við og við. Það gerðist í gær.
Fórum inn á svona message board sem er inná heimasíðu jessup, ilsa.org. Þar var einstaklingur frá Kína sem kallaði sig Justice. Þetta er það sem að hann skrifaði;

"hi
any 1st Jessuper here and how do you proceed?
so confused problem
so many materials
a real challenge in my life
but I'll try hard!"

Þetta fannst okkur fyndið. Fyndið og Krúttlegt. Það eru greinilega fleiri jafn vitlausir og við :)

Þá er það klárt,
JFK

Monday, January 30, 2006

Deadline

Í dag er mánudagur og nú þurfum við að skila inn greinargerð á miðnætti. Þar af leiðandi sitjum við hér í loftlausu þröngu herbergi og berjumst við að lemja þetta saman. Erum búin að fá einvala lið sérfræðinga til þess að fara yfir þetta og vonum að þetta komi vel út.

Helgin var tileinkuð jessup en ég fór þó í bíó með Höllu minni á föstudaginn. Þar sá ég eina alslæma mynd sem heitir Fun with dick and jane. Það var allsekkert fun við þá mynd, alls ekkert.

En skólinn er semsagt byrjaður aftur, þeas tímar og því mætir maður galvaskur í fyrramálið í tíma í fyrsta skipti á þessu ári. Held að það verði skrítið að læra eitthvað sem tengist ekki djésúp.

Well, aftur að greinargerð
JFK

Friday, January 27, 2006

Ör-blogg

Upprunninn er föstudagur, sem er gott. Verð samt að vinna í greinargerð alla helgi sem er ekki jafn gott.
Vinnan gengur annars bara vel og ekkert hægt að kvarta og væla neitt. Þetta er góður hópur sem er að vinna að þessu og því til stuðnings vil ég nefna að ekkert af okkur er búið að reyna að drepa annað af okkur. Þetta er í mínum augum ákveðið afrek þar sem að við hírumst inní lítilli kompu dögum saman.

EM fór vel af stað og Ólafur Stefáns þurfti náttúrulega að eiga stórleik eftir bombuna sem ég lét falla á síðunni. En hey, það er bara gott, við unnum. Svo er að sjá hvernig framhaldið verður, en ég ætla að hafa gaman af þessu.

Sonnaerettabara,
JFK

Tuesday, January 24, 2006

Danmörk vs. Ísland

Þá er það officialt, Atli, Eva og Magnús frændi eru flutt til danaveldis. Heyrði í drengnum í gær og þetta gekk allt vel. Voru reyndar föst í umferðarhnút í 8 klukkutíma þar sem að það hefur snjóað heldur mikið fyrir danskan smekk.
Eitt af fyrstu verkum þeirra var svo að fara í húsgagnaverslanir og svoleiðis skemmtilegheit. Þar fann Atli 32" Phillips widescreentæki á 35þ. kall ísl. Sem er náttúrulega bara grín.
Ég féll þó ekki endanlega fyrir danaveldi fyrr en hann sagði mér að bjórkassinn væri á 800 kall. Ég á nú í samningarviðræðum við Höllu mína um að flytja út.

Annars er allt gott að frétta, er að fara á fund á fimmtudag vegna B.A. ritgerðar, skila inn greinargerð fyrir Jessup fyrir 30.jan og svo er fyrsti áfangi nýrrar annar að fara að byrja á mánudaginn.

Fór í gær að græja vegabréfið mitt vegna usa ferðar. Ekki það að mitt gamla hafi verið útrunnið, heldur hitt að bandaríkjamenn vilja að maður sé með einhverja stafrænarönd á bréfinu sínu, annars hleypa þeir þér ekki inn. Ekki einu sinni þó að þú sért með visa. En ef þú ert með nýja kortið þá þarftu ekki visa.
Anywhoooo þá fór ég glaður í bragði með nýju passamyndirnar mínar og sótti um nýtt vegabréf. Það gekk að óskum en mig sveið svoltið að þurfa að punga út 5.100 kr. fyrir þetta plagg. Ríkið að taka mig í bossann.
Mig sveið hinsvegar enn meira þegar mér var tjáð að það eru að koma ný vegabréf í apríl (nánast daginn eftir að ég kem heim) og ef að ég vil komast til usa aftur í bráð þá þarf ég að fá mér "annað nýtt" vegabréf. Frábært!

Annars er Robbi félagi jafnvel að koma um helgina, spurning um að reyna að hitta á hann eitthvað.

Svo fer EM í handbolta að byrja bráðum, ekki laust við að maður sé spenntur fyrir því. Ætla samt ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar um gengi Íslands í þetta skiptið, kannski kúka þeir á sig og kannski verða þeir EM meistarar, kemur í ljós.
Ég ætla þó að varpa einni bombu á ykkur; Ólafur Stefánsson er ofmetinn. Hananú.

Wellster, þessi greinargerð semur sig ekki sjálf. Ætla að ítreka regluna um commentin. Síðasti póstur náði fimm commentum (þar af einu frá mér, en ég tel það með því að ég ræð, ég er síðustjóri nefninlega).

Avúhú,
JFK

Thursday, January 19, 2006

NBA, ZOO, ABE

Well staddur uppí skóla að berjast við greinargerð. Er farinn að verða svo sýrður af þessu öllu saman að ég held að Acastus og Rubria séu í alvöru til. Acastus og Rubria eru samt alls ekkert til, heldur lönd sem voru fundinn upp svo að hægt væri að halda jessup keppni í ár.

Vorum á fundi í gær og þetta líður alveg fáranlega hratt, ekki nema rétt um tveir mánuðir þangað til maður stígur fæti á bandaríska grund með það að markmiði að sigra heiminn. Verð samt að fá mér nýtt vegabréf svo að mér verði hleypt inn, erfitt að sigra heiminn frá flugvellinum.

Ég og Bjarki tókum smá surf á netinu um daginn til þess að sjá hvort að eitthvað væri hægt að gera í höfuðborg usa, annað en að heilsa upp á Abe. Mér til mikillar ánægju sá ég að það verður NBA leikur 4.apríl á milli Wizards og Knicks. Sem er alveg frábært því að þá á ég að fara heim. Bloddy marvelous.
En það er dýragarður í Washington, ég varð heitur fyrir Zoo-inu, en Bjarki furðu rólegur. Kom á daginn að Bjarki hefur farið í dýragarð. Í Berlín.
Ég vissi ekki að það væri regla að ef maður er einusinni búinn að fara í dýragarð, þá má maður ekki fara aftur. Ég er að spá í að skella mér í dýragarð. Sáum á netinu að það er einhver rosa ceremonia í kringum eitthvað pöndu grey sem að maður verður að tjékka á.

Svo er náttúrulega allt stútfullt af einhverju menningarrugli sem að við vitleysingarnir frá howdújúlækæsland höfum engan áhuga á.

En greinargerð bíður, strax að koma helgi, hin helgin nýbúinn, þetta er rugl.

Vinsamlegast kommentið, það er regla.

JFK

Sunday, January 15, 2006

og klukkan er......

Þá er þessi helgi að líða undir lok og allt gott um það að segja. Þetta var bara ósköp þægilegt, slappað af og spilað. Föstudagskvöldið fór í það að horfa á Idol með mömmu og svo fór ég til Höllu minnar. Allt í einu segir Halla mín að hún ætli að fara uppí rúm. Kom svoltið flatt uppá mig þannig að ég spyr "Núna" og sennilega hefur kveðið við undrunartón í rödd minni. Þá fæ ég svip frá Höllu minni. Svip sem að ég er farinn að þekkja og segir mér að ég hafi spurt eins og hálfviti. "Já núna, klukkan er alveg að verða hálftólf" Ég lít á klukkuna mína, hún var fimm mín. yfir ellefu. Í sakleysi mínu benti ég á það. "Jón, það eru bara 25 min. þangað til að hún verður hálftólf" Sem er náttúrulega alveg hárrétt. Undarlegt en mér leið eins og fífli.
Í gær fórum við svo að spila með Bigga og Rakel. Byrjuðum á nýja Trivial sem er alveg stórskemmtilegt. Engar spurningar eins og "hver varð víðavangsmeistari árið 1983?" eða "hverjir urðu íslandsmeistarar í samkvæmisdönsum 1975?" Ég og Biggi vorum saman í liði og rétt mörðum sigur. Svo var farið í Buzz sem er stórskemmtilegt kvikindi.

Á morgun er svo mánudagur og þá verður stokkið í Jessup á ný af fullum krafti. Framundan er vinna við greinargerð sem að þarf að skila fyrir 30. jan. Og svo þetta litla smáatriði með B.A. ritgerð. Þarf víst að gera hana líka.
En ég er endurnærður eftir helgina og hreinlega að springa úr orku. Er samt pínu latur líka þannig að þetta verður átaka dagur á morgun. Er samt að spá í að fara í ræktina og byrja að minnka bumbu og stækka vöðva, ekki vanþörf á.

Bið annars að heilsa í bili,
JFK, enn Íslandsmeistari í lögfræði (sama hvað fólki finnst asnalegt að ég skuli sjálfur titla mig þannig)

Friday, January 13, 2006

Ahoj there

Well sigurvíman er rétt farinn að renna af manni, ekki alveg þó. Er ennþá alveg ofsalega montinn yfir því að hafa unnið þessa keppni og farinn að hlakka til að fara til Washington baby!
Halla búinn að gera mér grein fyrir því að ég verði að fara með tvær töskur út, aðra tóma... Hún er meira að segja búinn að gera lista yfir það sem að ég á að kaupa.

Svo var ég á fundi í dag með Rachael vegna B.A. ritgerðarinnar og það mál er í réttum farvegi.

Framundan er svo helgi þar sem að ég er í fríi, hef bara akkurat ekkert að gera. Það hefur ekki gerst í marga mánuði og ég er að hugsa um að njóta þess.

víííí í bili
JFK

Tuesday, January 10, 2006

SIGUR

Þetta jessup dæmi sem að ég hef stundum nefnt á þessari síðu fór fram í gær, undankeppnin þe. Skemmst er frá því að segja að við UNNUM og erum að rifna úr ánægju. Þetta er frábær árangur sem að við náum, að slá HÍ út, og eitthvað sem að við megum vera stolt af.

Ég óska því liðsfélögum mínum, Bjarka, Vigdísi, Leenu og Þór til hamingju.

Með þessum sigri unnum við okkur réttinn til þess að fara til usa að keppa í aðalkeppninni. Sú keppni fer fram í lok mars og því verður einungis tekið sér stutt pása.

En ég er ánægður, þreyttur, en ofsalega ánægður.

JFK

Friday, January 06, 2006

Nýtt ár, ný færsla

Jæja, langt síðan síðast. Tók uppá því að verða veikur strax eftir áramót og er að stíga upp úr því bulli núna. Ekki seinna vænna því að ég hef engann tíma til að liggja uppi rúmi að drukkna úr eigin hori.
Jessup fer fram á mánudaginn næsta og því erum við í óða önn við að leggja lokahönd á það batterí. Fórum í héraðsdóm í gær og fengum að spreyta okkur fyrir framan þrjá merka menn sem höfðu það eina markmið að reyna að mála okkur útí horn. Ég varð bara nokkuð ánægður með hvernig liðið stóð sig, fannst þetta bara þrælfínt hjá okkur.

Áramótin komu og fóru og ég skemmti mér konunglega. Byrjuðum heima hjá tengdó og borðuðum einhverja þá bestu veislumáltíð sem undirritaður hefur sett ofanísig. Gæs var málið og SiggiRún eyddi fyrrihluta dags niðrá Friðrik V við að undirbúa. Það var því voða lítið annað eftir en að setja draslið í ofn eða á pönnu og þá var það klárt, en men o men hvað þetta var gott.
Svo var drukkið, skotið upp og drukkið. Endaði á því að ég og Siggi fórum í singstar og vorum agndofa yfir sönghæfileikum hvors annars.
Nýársdagur var svo tekinn uppí rúmi að horfa á sjónvarpið og það var alveg ægilega gott.

En nú er kallinn risinn úr rekkju, farinn að læra og æfa ræðuna sína og þetta horfir allt ágætlega.
En kem semsagt suður von bráðar ef að einhver vill miskuna sig yfir drenginn og veita honum húsaskjól þá væri það vel þegið.

Gleðilegt ár btw
JFK