JFK

The wonderful world of John

Wednesday, November 30, 2005

Og það styttist enn

til jóla og loka þessa skólaárs. Í dag er miðvikudagur sem að þýðir að einungis tveir dagar eru í jólafrí. Sem er gott. Þetta verður samt ekkert frí í eiginlegum skilningi þess orðs. Ég verð að vinna í Dressmann auðvitað og svo verður allt sett í fluggír í Jessup. Þannig að ég verð sennilega þreyttari eftir þessi jól en ég er fyrir þau.

Er samt smám saman að skríða saman eftir bíóvinnuna miklu. Var með strengi allstaðar og ég er greinilega að verða gamall.
Framundan er svo próf í réttarfélagsfræði á föstudaginn og vinna og jólahlaðborð Dressmann um helgina. Það verður farið á Fiðlarann og ég geri meiri væntingar og kröfur til hans heldur en Bautans um síðustu helgi.

Svo náðum við að leigja íbúðina, sem er vel. Það verður flutt inn á laugardaginn sú heppna er húsvíkingur með eitt barn. Vona að þetta sé einn af þessum leigjendum sem að maður veit ekkert af því þeir eru bestir.

Svo þarf ég að fara að huga að jólagjöf handa Kollu systir og senda til USA. Alltaf sama vesen að velja eitthvað handa henni. Hvað á maður að kaupa handa manneskju sem að stundar fallhlífastökk og þríþraut. Ég er að spá í kippu af bjór. Ef þú lest þetta Kolla og vilt eitthvað annað en bjór, sendu þá línu.

Er að spá í að hafa þetta ekki lengra, en nú fer kallinn að setja kröfur um comment. Þessum kröfum fylgja engar hótanir í fyrstu en það gæti breyst. Veltur allt á viðbrögðum lesenda minni sem flestir hverjir eru snillingar (án þess að ég hafi hugmynd um það).
Jæja nú er ég farinn að bulla, hætti því
JFK

Monday, November 28, 2005

Jáwsya

Nú er kallinn þreyttur. Var að vinna eins og venjulega í dressmann með Zigga mínum og Holy. Svo kom snyrtipinni frá rvk og átti að "stylisera" búðina. Get ekki sagt að ég hafi séð mikinn mun.
Svo var jólahlaðborð á vegum KB-banka á laugardaginn í Ketilhúsinu. Það var mjög gaman, maturinn var lala en ég og Halla mín fórum snemma heim.

Svo var sunnudagurinn tekinn í að vinna í dressmann frá eitt til fimm og þegar ég var búinn þar skutlaðist ég í borgarbíó til að vinna. Strákarnir eru að taka B-sal í gegn og ég hjálpaði þeim að mála (sprauta) loftið. Anywhooo þá var ég þar frá rúmlega 17 til 05:40. Já góðir gestir, ég var að skríða heim kl 20 min í sex í morgun. Ég er frekar þreyttur í dag og ætla að reyna að gera sem allra minnst.

Síðasta skólavika þessa árs er hafinn, á föstudaginn verður tjallinn kominn í jólafrí, avúbdídídúúú

JFK

Friday, November 25, 2005

Endasprettur

Þá sit ég uppí skóla og er að leggja lokahönd á næstsíðasta verkefni þessarar annar. Já herrar mínir og frúr, það er rétt ein önn í BA í lögfræði, ef guð og lukka lofar.

Annars er fallegur dagur, föstudagur, og það er alltaf gott. Heyrði í Ragga í gær og haldiði ekki að hann og Robbi séu bara mættir í höfuðstað norðurlands. Ætla að hitta þá eitthvað um helgina en það er sem endranær mikið að gera.

Á morgun er það vinna með Zigga mínum Pé og Holy Johansen, svo er jólahlaðborð KB banka með Höllu minni um kvöldið. Sunnudaginn, vinna og læra.

Hef þetta ekki lengra í bilinu, ætla halda áfram að leggja lokahönd á meistaraverkið.

lateralligator
JFK

Wednesday, November 23, 2005

Áhugaverður dagur

Í dag var, sem endranær, nóg að gera.

Dagurinn byrjaði á því að ég fór í Héraðsdóm að fylgjast með dómsmáli, sem að Ásgeir hafði mælt með. Það var einkar áhugavert, á köflum langdregið en í heild hafði ég bæði gagn og gaman að.
Sérstaklega hjó ég eftir því að annar lögmaðurinn virtist ekki vera með á hreinu muninn á stefnanda og stefnda. Það var á tímum hlægilegt að fylgjast með því og við Bjarki vorum sammála um það að okkur liði betur með sjálfa okkur eftir þetta. Einkunarorðin voru "Ef hann getur þetta, þá hljótum við að geta það".
Einnig kom klárlega í ljós að lögmenn eru ekki sterkir í stærðfræði þar sem að því var haldið fram (af báðum aðilum) að 3 mánuðir væru 1/3 úr ári!?!

En eftir þetta athyglisverða mál var haldið í Stressmann og unnið til 18:30. Svo heim að borða og svo uppí skóla, þar sem að ég er staddur nú að berjast við verkefni, sem aldrei þessu vant, tengist Jessup ekkert.

En ég hef þetta ekki lengra í bili,
JFK

Monday, November 21, 2005

In the words of the virgin Mary

Helgin liðin og jólin eru alveg að koma.
Ég var að vinna, eins og ég hafði alltaf ætlað mér og Atli bróðir og fjölskylda komu eins og til stóð. Það var frábært að hitta þau og Magnús Máni verður bara krúttlegri og krúttlegri.

Svo komu Sverrir og fjölskylda og við náðum aðeins að hittast, alltaf gaman. Doddi var svo líka á svæðinu en ég náði ekki að hitta hann.

Á laugardaginn ætlaði ég svo að fara í afmæli til Rakelar en var eitthvað tussulegur og var kominn uppí rúm 21:30. Var frekar svekktur að hafa misst af ammæli svo að ég fór bara í gærkveldi í staðinn og fékk að borða afganga. Það var mjög gott og ég held að það hafi verið skemmtilegra í veislunni sem að ég var í en þeirri sem var á laugardaginn.
Það var spilað Buzz sem að er alger schilld. Þvílíkt skemmtilegur leikur.

Well nenni ekki að blogga meir
JFK

Thursday, November 17, 2005

Líður að helgi

Í gær var jessup fundur og endanleg dagsetning er loksins komin á hreint. Keppnin verður semsagt að öllum líkindum þann 15. janúar í borg óttans. Ég er feginn að það sé loksins búið að negla þetta niður og þar með getum við farið að haga undirbúningi okkar í samræmi við þann tíma.

Annars er afskaplega lítið að frétta, lífið gengur sinn vanagang og ekkert óvænt að gerast. Atli bróðir og fjölskylda eru að spá í að koma norður um helgina og ég vona að það verði af því.
Svo var Sverrir og fjölskylda að spá í það líka og ég vona líka að það verði af því. Rakel er svo búin að bjóða mér og Höllu minni í afmæli á laugardaginn og það verður að öllum líkindum heljar gaman.

Svo eru það fastir liðir eins og venjulega. Ég er að vinna í Strezmann á morgun, seinnipartinn bara reyndar og um helgina auðvitað. Jói hringdi í mig áðan alveg brjálaður og ég hélt að himinn og jörð væru að farast. Ég náði samt af minni alkunnu snilld að róa manninn niður rétt svo að hann gæti sagt mér hvað væri á seyði. Og hvað haldiði, Drezmann verður opið til 18 á laugardaginn í stað 17!!!!! Ég náði samt að halda ró minni og varð ekki jafn æstur og hann Jói minn, enda leitun að skapstyggari manni :)
(innlegg síðustjóra: síðasta setning var kaldhæðni í sinni skírustu mynd þar sem að þeir sem að þekkja Jóa vita að hann er einhver sá mesti rólyndis maður sem um getur)

Anywhooo þá hefur Jón nokkur kenndur við Skífuna verið í fréttum undanfarið vegna útgáfu bókar. Ég var kominn með alveg nóg af þeirri umræðu sem skapaðist í kringum hann í skattsvikamálinu mikla og varð þeirri stundu fegnastur þegar hann flutti af landi brott. Sú gleði kom þó skoðun minni á manninum ekkert við þar sem að ég hef ekki neinn grundvöll til þess að mynda mér skoðun á persónunni. Ég hef fylgst lauslega með viðtölum við hann í fjölmiðlum undanfarið og ég get tekið undir með Sollu að mér finnst undarlegt að maðurinn skyldi hafa náð jafnlangt í viðskiptalífinu og raun ber vitni. Þó verður að setja einn varnagla á. Viðtölinn sem ég hef fylgst með eru öll um persónuna, ekki viðskiptamanninn. Ég þekki til fólks sem að ég hef lítið álit á sem persónum, finnst jafnvel vitlausar, hrokafullar og leiðinlegar. Ég þykist hinsvegar viss um að þær persónur geti verið hæfari en flestir í vinnu. Þetta held ég að allir geti kannast við. Það eiga allir frænda, bróður, vin eða félaga sem er alveg hundleiðinlegur en honum hefur farnast jafnvel á vinnumarkaði og hann er leiðinlegur.

En ég er kominn á sama stað og ég var í skattsvikamálinu. Ég er kominn með nóg af öllum þessum samsæriskenningum, ásökunum og vitleysunni í kringum þetta mál. Þessir menn eru bara að tala í hringi, og þá aðallega Jón. Það á aldrei eftir að fást nein niðurstaða í málið ef endalaust á að fjalla um það á þeim vettfangi sem umræðan fer nú fram.

Jæja, tveir alvarlegir pistlar í röð. Heimur versnandi fer
JFK

Wednesday, November 16, 2005

Svo bregðast krosstré

það held ég nú yessirybob. Bloggleysi undanfarna daga hefur ekki verið sökum leti, nema síður sé. Helgin fór í það að vinna í Drezmann og svo á mánudaginn var svo mikið sem 30% afsláttur af öllu í búllunni. Opið var frá 10 til 22 og það var sem æði hefði runnið á Akureyringa og nærsveitarmenn. Allt brjálað að gera og ég var að skríða heim ca 23 alveg búinn á því. Ég svaf sem steingeldur þá nótt.
Í gær var svo áframhald á afslætti og mætti ég því til vinnu frá 12 til 18:30. Í gærkveldi var svo lítið gert.

Það var þó horft á sjónvarpið og þar sá ég áhugaverða heimildarmynd, Skuggabörn.
Ég áttaði mig á því hversu lítið ég þekki til þessa heims fíkniefna og fór svo að velta fyrir mér hvort að það væri af hinu góða eða slæma. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það er eiginlega bæði.

Gott að því leytinu til að ég þekki ekki til neins sem að er að heyja þessa baráttu. Vinir og fjölskylda eru að mér vitandi laus við þann fjanda.

Slæmt að því leyti að ég sá hversu barnalegt viðhorf ég hef haft til þessa heims.
Þessi mynd vakti mig til umhugsunar og ég öðlaðist nýja sýn á þennan heim eftir.

En í dag er skóli og svo Jessup fundur í kvöld. Ég er að vona að þau mál fari að komast á hreint svo að það sé ekki endalaust verið að draga okkur áfram á asnaeyrunum með þetta. Við þurfum að fara að fá svör þannig að hægt sé að haga vinnu okkar í samræmi við hvert framhaldið verður.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, Gústi er byrjaður að blaðra,
Hilsen, JFK

Thursday, November 10, 2005

Ræðuhöld

þá var "generalprufa" á ræðunum okkar fyrir Jessup haldin í gær. Gekk svona eins og búast má við í fyrstu prufu. Þarf að laga ýmislegt en mér fannst þetta bara þrælflott hjá okkur ef á heildina er litið.

Svo var hádegisverðarfundur með Guðmundi Alfreðssyni á Greifanum í gær. Sá maður er gangandi alfræðiorðabók um allt sem viðkemur þjóðarrétti og þetta var mjög árangursríkur fundur. Gott að sjá að við virðumst vera á réttri leið með þetta allt saman og hann þurfti lítið sem ekkert að leiðrétta okkur.

Við erum búin að fá íbúðina afhenta, gerðist aðeins fyrr en við áttum von á þannig að það er bara gott. Varð samt helv fúll með ástandið á henni, var búinn að leggja ríka áherslu á að hún yrði vel þrifinn en það var ekki. Gólfin voru skítug, klístruð sumstaðar, baðherbergið frekar subbulegt og búið að rífa öll ljós úr stofunni, ekki einu sinni rússastæði skilið eftir. Ég hringi á fasteignasöluna og fékk frekar dræm viðbrögð, eiginlega bara sagt að þetta væri svo lítið mál að ég ætti að redda þessu sjálfur.
Mér finnst það bara alls ekki vera pointið í þessu. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég get skúrað gólf, þrifið baðherbergið og reddað smáhlutum. Ég var hinsvegar alinn þannig upp að maður á að skila hlutum af sér eins og maður vill koma að þeim. Kannski er ég bara að tuða og væla. Og ég vil ekki að fólk misskilji það sem ég er að segja. Ég er alveg hreint þvílíkt hamingjusamur að vera búinn að kaupa íbúð, hafa fengið hana á góðu verði og allt það. En svona smáatriði telja.

Jæja, mér líður betur. Fínt að pússta aðeins á blogginu, því að bloggið tekur þetta allt saman, skilur alveg hvað þú ert að meina og drullar ekki yfir þig tilbaka og segir þér að hætta þessu væli. Mér þykir vænt um bloggið mitt.

En í dag er fimmtudagur og það gerðist eiginlega bara svona alltíeinu. Þetta líður alveg ofboðslega hratt og maður hefur vart undan. Fyrr en maður veit af verða kominn jól og svo nýtt ár. Jahérnahér.

En helgin er semsé framundan og stefnir allt í að þetta verði rólegheita helgi. Enda er liðið að æfa af svo miklum krafti þessa daganna að maður þarf helgina til þess að hlaða batteríin.

Hef þetta ekki lengra að sinni,
kisskiss JFK

Tuesday, November 08, 2005

Ráðstefna

Þá er ég staddur í þingvallastræti á röð fyrirlestra. Tveir eru búnir, fjórir eftir. Hingað til hefur þetta verið áhugavert og ég vona að svo verði áfram. Kári á Rógvi var að ljúka máli sínu og ég verð að segja að ég hef ekki heyrt í mörgum sem eru skemmtilegri fyrirlesarar. Maður sem að vitnar í Monthy Python í fyrirlestri getur ekki verið neitt annað en snillingur.

Í öðrum fréttum er það helst að það styttist í að ég og Halla mín fáum íbúðina afhenta. Dagsetning er 15.nóv en heimildir herma að íbúðin sé að verða tóm. Við stefnum að því að leigja hana fyrst um sinn þannig að ef einhver af mínum hundruðum lesendum veit af einhverjum sem vantar íbúð, láta Jón vita.

Dagsetning fyrir Jessup er ekki enn komin á hreint en líkurnar benda til 18.þessa mánaðar. Þannig að ég gæti þurft gistingu hjá eihverjum af mínum fjölmörgu vinum í rvk þá helgi.

anywhoooo
JFK

Monday, November 07, 2005

Tíminn flýgur

Þá er enn ein helgin afstaðin. Ég hef tvisvar reynt að blogga um helgina og ekkert gengið. Textinn, sem var að sjálfsögðu meistarasmíð, hvarf alltaf þegar ég ætlaði að publisha. Ég nenni ekki að standa í því.

En aðalatriði helgarinnar eru þessi. Á föstudaginn kíkti ég til Bjarka bekkjarfélaga en tjallinn átti ammæli. Það var gaman en ég var kominn heim rúmlega tólf þar sem að ég þurfti að vinna á laugardeginum. Það var eins gott að ég var ekki lengur því að það var brjálað að gera í stressmann, enda afmæli Glerártorgs og nóg um að vera.

Laugardagskvöldið var svo tileinkað Helenu en hún hélt upp á ammæli sitt í sunnuhlíð. Kvöldið var vel heppnað og einkar skemmtilegt. Friðrik Ómar kom og söng fyrir frænku sína og ég stend við mín fyrri ummæli um þann dreng. Boy oBoy getur hann sungið.

Svo var vinna á sunnudaginn og kvöldið tekið í video með Höllu minni.
Eins og sést þá fór lítið fyrir Jessup þessa helgina en það verður bætt upp í vikunni. Guðmundur Alfreðs er að kenna okkur núna og við Jessup keppendurnir sitjum þá tíma. Enda fjalla þeir um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og það getum við nýtt okkur í keppninni. Svo er Guðmundur þræl góður kennari og tímarnir skemmtilegir.

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra núna,
bið að heilsa í bilinu, JFK

Friday, November 04, 2005

Bara svo að það sé alveg á hreinu

...þá gleymdi ég ekki að blogga í gær. Ég reyndi en fékk ekki að logga mig inn.

anywho, þá ætla ég að leyfa ykkur að giska hvar ég er. Svo ætla ég að leyfa ykkur að giska á hvað ég er að gera.
Glöggir lesendur sjá í gegnum þessa aumu tilraun mína til að gera bloggið mitt áhugavert, koma með einhverja leiki pfffff.

En svona er þetta nú, það er ekki margt markvert sem gerist þessa daganna (að frátöldu Jessup sem ég hef rætt nóg á þessari síðu).
Að þessu sögðu stend ég frammi fyrir tveimur valkostum:

1) Ekki blogga um neitt nema það sem að ég geri þessa daganna.
2) Búa eitthvað til (ljúga) og vona að það höfði til almúgans.

Ef liður eitt er valinn held ég að þetta blogg verði afskaplega leiðinlegt, liður tvö gæti aftur orðið skemmtilegur þar sem að mér er eðlislægt að ljúga og get gert það án þess að finna fyrir því.
Ég ætla að velta þessu fyrir mér í dag.

Svo er aðalfrétt dagsins eftir farandi:

BJARKI Á AMMÆLI!!!!!!!!!!!!!!!!!!

til hamingju með það kallinn minn og hafðu það gott. Smútchismútch frá síðustjóra (það er ég, Jón Fannar)

Wednesday, November 02, 2005

Geta rassar sofið?

...ég er eiginlega á því eftir lestur undanfarna daga. Eðlileg tilfinning í bakhluta er stórlega vanmetið fyrirbæri.

En sem fyrr er ég staddur uppí skóla (ég er farinn að endurtaka mig svolitið mikið). Ég er reyndar að spá í að flytja lögheimili mitt hingað en það er annað mál.

Svo eru tveir snillingar í bekknum farnir að blogga og þeim er að sjálfsögðu bætt í linka hérna hægra megin. Gummster og Thor, velkomnir í hópinn.

Hef þetta ekki lengra í bili, Jesus (blikkblikk) bíður

Ykkar einlægur,
JFK

vúúúúppsss

gleymdi að blogga í gær.

Gærdagurinn fór í það að læra fyrir jessup (sem ég er farinn að misrita Jesus í tíma og ótíma), fór í klippingu til Helenu minnar, og á fund með Ásgeiri vegna Jessup og heim að glugga í Hithchiker, snilldar bók.

En ég er semsagt mættur aftur niður í skóla og verð þar í dag. Alla daga. Alltaf.
En mér leiðist ekki neitt, ekki hafa áhyggjur.

blæ í bili,
JFK