JFK

The wonderful world of John

Wednesday, August 30, 2006

I´ll be a monkeys uncle

I am flabbergasted. Árni búinn að fá uppreisn æru no less. Það skil ég ekki. Fólk á eflaust eftir að benda á það að hann sé búinn að afplána sína refsivist og það er af sjálfsögðu alveg rétt. En ástæðan fyrir því að farið er fram á uppreisn æru er sennilega sú að hann vill á þing aftur. Ef við stoppum aðeins og spólum til baka og lítum á brot hans þá kemur í ljós að hann var í opinberu embætti þegar að brotin áttu sér stað. Og ekki skal gleyma öllu dramanu sem að fylgdi í kjölfar þessa máls í fjölmiðlum með öllum þeim ásökunum sem þar komu fram (meðal annars að fjölskylda hans hefði verið lögð í einelti og what not). En erum við búin að gleyma þeim gífurlega einbeitta vilja af Árna hálfu til þess að hylja spor sín? Hversu oft hann varð uppvís að lygum, þegar hann veittist að myndatöku manni stöðvar tvö o.s.frv. Nú finnst mér við helst til fljót að gleyma.
Ég geri mér grein fyrir því að Vestmanneyingar eru allt annað en sáttir við samgöngur sínar og sjá sennilega í Árna einhvern bjargvætt. Og eflaust getur hann troðið í gegn einhverjar úrbætur, í það minnsta barist fyrir þeim og í kjölfarið vakið athygli. En að mínu mati var brotaviljinn greinilegur og sú staðreynd að hann skuli hafa orðið uppvís að lygum oftar en einu sinni finnst mér segja allt sem segja þarf.
Ég er allt annað en ánægður með þessa ákvörðun.

En í öðrum fréttum þá er allt gott að frétta. Skólinn að komast á fullt og ég líka. Fór í ræktina með jóa tönn og við erum á góðri leið með að verða helmassaðir og tannaðir, algerir súkkulaðidraumar yessiríbob.

/JFK

Tuesday, August 29, 2006

Á skólabekk á ný

Wellwell þá er ég sestur á skólabekk á ný. Búinn að koma mér vel fyrir á aftasta bekk, með crewinu mínu og hef verið merkilega fljótur að vinna upp þá leiki sem að ég fór ekki í á leikur1.is í sumar. Slæmt að ég skuli hafa náð því á öðrum degi, en hey, það er alltaf solitare.

Annars er lítið að frétta, nema það að ég og Jói Tönn fórum í ræktina í gær og svo í bíó. Awfull bíó by the way, Dupree er bara engan veginn að gera sig. En ræktin var góð og það verður farið aftur í dag.

En ég ætla halda áfram að fræðast um muninn á residence og domicile, sem eins og allir vita er bara eins og svart og hvítt thankyouverymuch.

víííííí
/JFK

Friday, August 25, 2006

Að tengja sjónvarp er góð skemmtun

Það get ég sagt ykkur að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur börnin góð. Það að eiga sturtuklefa sem að virkar, lítur eiginlega nákvæmlega út eins og sá sem að þú upphaflega valdir þér og er svo fallegur að fólk grípur andann er stórlega vanmetið.
Svo er líka alveg frábært að geta ýtt á rofa og ljós í loftinu kvikna. Og að geta stungið örbylgjuofninum í samband án þess að þurfa að rífa ísskápinn fram, rífa hann úr sambandi til þess eins að geta poppað. Skýr mynd í sjónvarpinu er þó kannski það mikilvægasta af þessu öllu og hana hef ég loksins fengið. Ég ætla ekki að fara út í þau tæknilegu atriði sem fylgdu því að ná þessari kristaltæru mynd en við skulum segja að það hafi verið fljótgert og rafvirkinn minn gaf mér "look" sem að lét mér líða eins og hann væri að spá í hvernig ég færi að því að draga andann, svo vitlaus væri ég (hérna er orðið vitlaus notað af ásettu ráðið þar sem að síðueiganda finnst orðið "heimskur" vera orð með mun neikvæðari merkingu).

En þetta er raunveruleikinn sem ég bý við í dag. Nánast allt í íbúðinni virkar eins og það á að gera og ég er húrrandi hamingjusamur yfir því. Og alltaf verð ég jafn glaður þegar ég skrúfa frá sturtunni, kveiki ljósin eða sjónvarpið. Það þarf semsagt lítið til þess að gera mig hamingjusaman.

En í dag er síðasti dagurinn í vinnunni, ef frá er talinn morgundagurinn en hann er stuttur. Þannig að ég held að við getum öll sæst á það að ég eigi ca einn og hálfann dag eftir af sumarvinnunni. Ég hef haft þrælgaman af þessari vinnu minni í sumar og lært margt sem að ég hefði aldrei lært annarsstaðar. Ég er nánast sannfærður um það að ég viti meira um flísar en allir mínir vinir sem er reyndar ekkert til þess að stæra sig af.
En á mánudaginn tekur skólinn við og master-gráða í lögfræði blasir við. Ég er aðeins byrjaður að lesa fyrir fyrsta áfangann og hann lofar góðu. Og fyrir ykkur efasemdar manneskjunar, nei ég er ekki að ljúga þessu, ég er aðeins byrjaður að lesa.

Huxa að ég hafi þetta ekki lengra í bili þar sem að sumir af mínum vinum ráða ekki við að lesa meira en 14 línur í einu. muhahahahaha

Bestustu helgi lömbin mín,
/JFK

Wednesday, August 16, 2006

Langur pistill

Flottur dagur í dag, sólin skín og allir glaðir. Ég er líka glaður. Í gær fór ég í mat og í fyrsta skipti í áraraðir ekki uppí húsasmiðju eða eitthvað annað að græja eitthvað heldur fór ég heim og át. Jamm, át í rólegheitum, tók þvottinn af snúrunni og hafði það gott. Gleymdi samt að búa um en ég mundi það í morgun þannig að það reddaðist.

Svo langar mig alveg afskaplega mikið að fara suður um helgina. Tveir af mínum bestu vinum að halda uppádaginn og menningarnótt. Verð hinsvegar að vinna þar sem að Dressmann er fátækt af starfsfólki þessa daganna. Það er búið að ráða slatta af liði en enginn getur byrjað fyrr en í sept. þannig að ég og Jói jaxl plús Heimir grænjaxl mössum þetta um helgina. Gamanaðessu.

Umræðan um réttindi samkynhneigða hefur verið frekar áberandi í kjölfar gay-pride dagsins. Alveg get ég orðið geðveikur þegar ég heyri málflutning sumra manna sem virðast þola illa að fólk hafi ekki allt sömu kynhneigð. Og í flestum tilfellum er rökstuðningur þeirra klæddur í búning trúarbragða. Ég hélt að við værum komin lengra en þetta að taka allt sem að biblian segir bókstaflega. Til eru mörg fáranleg dæmi um hvernig samfélag kristinna manna væri í dag ef það væri gert.
Og ekki er hægt að rökræða við menn sem eru svo sannfærðir um sannleik sinn að þeir eru ekki reiðubúnir að hlýða á rökstuðning mótaðilans. Eða þykjast hlusta og gera lítið úr, snúa útúr eða virða að vettugi það sem að hann segir.
Ég hef verið að fylgjast með umræðu á heimasíðu sem að hefur gert þetta að umræðuefni sínu undanfarið og þar finnst mér menn tala í hringi og aldrei svara almennilega þeim spurningum sem þeim eru erfiðar. Taka það sem að hægt er að svara á þægilegan hátt en tala svo í hringi um það sem að hentar ekki.
En þannig er það yfirleitt alltaf þegar talað er um trúarbrögð og þau notuð til þess að útskýra eða réttlæta ákveðna hegðun. Það er ekki hægt að rökræða trúarbrögð, það liggur í eðli þeirra.
En einu sinni sá ég tilvitnun sem mér finnst mikið til í. Það var maður sem var að tala um trúarbrögð og það góða og slæma sem hlotist hefur af þeim. Hann sagði að miðað við yfirlýst markmið flestra trúarbragða þá væri hægt að taka einn meginkjarna úr þeim sem þau öll áttu/eiga sameiginlegann. Og það sem meira er, það væri hægt að útskýra hann í tveimur orðum; "Skaðið ekki" (e."do no harm"). Við getum endalaust fundið nýjar leiðir til þess að skaða hvort annað, það er eitt af því sem mannkynið er sérfræðingur í. Hvort sem að það er gert með ofbeldi eða orðum (eins og í þessari umræðu)gildir einu. Geta ekki bara öll dýrin í skóginum verið vinir?

Auðvitað á að tryggja samkynhneigðum mannréttindi, það er ekkert flókið við það. Og að heyra annað gerir mig reiðan.
/JFK

Monday, August 14, 2006

Röng sturta á röngum tíma í vitlausri íbúð

Hefði ekki trúað því en við erum flutt inn. Sváfum fyrstu nóttina okkar á laugardaginn og ég svaf eins og ungabarn, enda orðinn þreyttur. En Adam var ekki lengi í Paradís og ég var vakinn af Höllu minni rúmlega tíu (eða tæplega ellefu) til þess að halda áfram að taka uppúr pökkunum.
Svo fengum við afhentan rangan sturtuklefa. Hann var hinsvegar settur upp og nú stendur hvítur klefi með grænu gleri inná baði hjá okkur þar sem að á að standa grár klefi með reyklituðu gleri. Svo er græna þruman 80*80 en ekki 90*90 þannig að ég þarf að ganga inní hann á hlið og get varla snúið mér við þegar ég stend þar í öllu mínu veldi. En þetta er hægt að leysa og vonandi að það gangi hnökralaust. Fyrir þá sem eru núna að hugsa með sér "af hverju í veröldinni var Jón svo vitlaus að setja sturtuklefann upp þar sem að hann var ekki réttur" er rétt að taka fram að píparinn setti klefann upp og hann gat ekki vitað betur.
Svo eru ma og pa að fara heimsækja Atla, Evu og Magnús Mána flottastafrænda í Köben á morgun. Kolla sys er þegar mætt þangað og Scott (kallinn hennar Kollu ætlar líka að koma). Væri alveg til í að skella mér með þeim en það er nóg að gera í penthousinu mínu þannig að það gengur sennilegast ekki. Og þegar ég segi sennilegast ekki þá meina ég auðvitað alls ekki.

En mig langar að þakka þeim hundruðum manna sem að hjálpuðu okkur að græja penthousið og gera hana af eina af eftirsóttustu fasteignum landsins. Ég hefði aldrei getað staðið í þessu einn því eins og fram hefur komið á þessari síðu þá er ég enginn iðnaðarmaður. Knús og kossar og það verður innflutningspartý. Veit ekkert hvenær samt. En fljótlega. Ég lofa.

Wells, halda áfram að vinna

/JFK

Wednesday, August 09, 2006

Jíbbí Cola

Versló komin og farin. Get ekki sagt að ég hafi verið áberandi í skemmtanalífi bæjarins þessa helgi en gerði heiðarlega tilraun á laugardaginn. Var að vinna í dressmann, aðeins í íbúðinni og fór svo austur á sunnudaginn og smíðaði eins og eitt stykki sólpall.

En í gær var byrjað að bera inn hluti í íbúðina sem eiga að vera í íbúðinni. Þar á meðal þvottavél, þurrkari og ísskápur. Það verður semsagt hægt að kæla bjórinn framvegis sem er ekkert nema fullkomið. En þessi þvottavél er afkvæmi djöfulsins. Það er bara svoleiðis. Ég og Jói Tönn bárum þetta upp og það þurfi að blása tvisvar í mig lífið og hnoða Jóa einu sinni. En upp fór kvikindið og það er eins gott að hún skili þvottinum hreinum.
Annars á þetta að vera voða fín græja, bluetooth tækni og what not. Sem þýðir aftur að ég á að geta hringt í vélina og startað henni þannig. Þetta er fídus sem ég kem sennilega aldrei til með að nýta mér en það er gott að vita af þessu.

anywhooo
/JFK

Tuesday, August 01, 2006

Barnsleg bjartsýni

Þetta er allt að koma. Eldhúsinnréttingin var hvíttuð í gær (its a word) og það verður sennilega farið í það að laga aðeins til í dag. Það sér semsagt fyrir endan á extrememakeover geðveikini.

Ég hef hinsvegar í kjölfar þessa alls komist að einni niðurstöðu. Ég ætla að þéna afskaplega mikið af peningum í framtíðinni þannig að næst þegar við ákveðum að ráðast í eitthvað svona get ég sagt "ég vil hafa þetta svona og svona og svona" og komið síðan nokkrum dögum seinna og þá verður það svona og svona og svona.
Gaman líka hvað maður er barnslega bjartsýnn við upphaf svona verks. Setningar eins og "þetta verður ekkert mál", "þetta tekur enga stund" og "pfffff, easy peacy" hljóma kjánalegar þegar upp er staðið.

Hinsvegar, þetta er að verða búið. Og mikil hamingjutilfinning grípur mann þegar maður lítur yfir slotið og sér afrakstur mikillar vinnu (annarra manna vinnu en vinnu engu að síður).

Svo þegar búið er að sjá um þessi litlu smáatriði sem eftir eru (flísaleggja bað, lakka innréttingu og svoleiðis smáhlutir) þá er að flytja. Og reyna að raða þessu drasli sem við eigum þannig að það komist allt fyrir í íbúðinni. Áskorun vissulega, en ég mun ekki skorast undan henni. Enda verður þetta sennilega þannig að Halla mín segir mér hvar hún vill fá þetta og ég er bara alveg sáttur við það fyrirkomulag. Stílisti er ég ekki.

En það líður að versló og ég var búinn að heyra að þrír af félögunum ætli að gera sér ferð norður. Gaman ef rétt reynist.

Vel, þessi færsla hefur tekið ca þrjá/fjórðu úr degi. Bæði vegna þess að hún er tiltölulega löng og vegna þess að ég er svo stirður í puttunum að hvert slag á lyklaborðið er eins og 10.000volta straumi sé hleypt í gegnum litla kroppinn minn (og nei ég veit ekkert hvernig það er að fá 10.000 voltum hleypt í gegnum líkama minn en ég ætla að taka edjucated guess á þetta)

JFK