JFK

The wonderful world of John

Friday, November 30, 2007

Ekki dauður úr öllum æðum, bara flestum

Heyrðu, hvað er í gangi? Nýtt blogg?

Yes sir í Bob, það held ég nú. Ég er semsé ekki dauður in all vains, hef bara verið latur.

og nú, fréttir!

Ég er búinn í skólanum. Reyndar ekki búinn búinn heldur búinn í tímum. Nú tekur við meistararitgerðarsmíð og ég er aðeins búinn að vera að grúska í því. Prófin fóru vel og enginn upptökuvesenis lærayfirjólintilaðtakaprófíjanúar fyrir JFK. Sem er gott.

Búið að skreyta heima, alveg eins og ég lofaði í færslunni á undan. Sem er í sjálfum sér ekkert afrek því að samkvæmt dagatali þá er vel yfir mánuður frá því að ég lofaði að skreyta. En það vantar samt aðeins meira skraut og við Halla mín ætlum að bæta úr því. Það verður gert einhvern tímann fyrir jól.

En desember er á morgun og sá mánuður fer í það að skrifa ritgerð og vinna í dressmann. Sennilega eru þetta síðustu jólin sem að ég kem til með að vinna þar. Og þegar ég segi sennilega þá meina ég pottþétt, klárlega, algerlega. Ekki það að það sé slæmt að vinna í dressmann en eftir fimm ár þá verður þetta svoltið þreytt. Næsta vor útskrifast ég sem lögfræðingur, ef guð og lukka lofar og þá þarf ég að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Gæti endað á því að ég verð að vinna sem götusópari þegar upp er staðið sökum valkvíða og stekk á tækifærið til að vinna hjá dressmann um jólin. Erfitt að segja.

En með þessu hef ég sýnt og sannað að sögur af andláti mínu hafa verið stórlega ýktar. Ég er á lífi en ég er ekkert sérstakur bloggari.

Wehehellll, hef það ekki lengra í bilinu

/JFK