JFK

The wonderful world of John

Tuesday, March 27, 2007

ammili

Dagurinn í gær liðinn og var fyrir margar sakir merkilegur. Merkilegasta sökin var þó án alls efa afmælið mitt. Ég klökkna hreinlega þegar ég lít á símann minn og sé hversu margir mundu eftir þessu, þeim kann ég miklar þakkir fyrir.
Dagurinn var góður, meira að segja mjög góður. Til að byrja með einkenndist hann af lærdómi og skattaskýrsluskilum sem er kannski ekki ideal leið til að skemmta sér á afmælisdaginn. En hann skánaði og ég fékk fáranlega flotta gjöf frá minni heittelskuðu, hún er klikkuð en ég elska hana.
Aðrar gjafir voru einnig frábærar og ég þakka kærlega fyrir mig.
Dagurinn endaði svo á því að ég og Halla mín og Jói minn fórum út að borða á bautann og fengum okkur pizzu. Svakalega góðar pizzur. Svo var elskuleg mágkona mín Helena búin að búa til eftirrétt sem að við skelltum okkur í. Reyndar var hún búin að klára ca helmingin af honum sjálf en hann var svo góður að það er ekki hægt að áfellast hana fyrir það.

En ég þakka enn og aftur fyrir mig
/JFK

Monday, March 26, 2007

Skinku helgin mikla

Fín helgi afstaðin. Rólegt föstudagskvöld sem var fylgt eftir með ágætum laugardegi. Ég og Halla mín og Jói minn vorum boðin í mat til mömmu og pabba í bayones(hefekkihugmyndumhvernigþettaerskrifað) skinku. Mjög gott. Svo var ég boðinn í mat til tengdó á sunnudaginn í bayones(sjáfyrrisviga) skinku. Mjög gott.

Annars var farið í póker á laugardagskvöldið. Virkilega skemmtilegt og við vorum að til að ganga þrjú. Dr.Doddi var á svæðinu og kom að sjálfsögðu með. Gaman að sjá drenginn en hann var full sleipur spilari og ég held að þetta "ég hef aldrei spilað áður" kjaftæði hafi verið kjaftæði. Náði allaveganna að skilja eftir sig stærsta pottinn.
Siggi Reynir stóð hinsvegar undir nafni, hann Reyndi, hann klikkaði. En stórskemmtilegt kvöld og ég væri til í að endurtaka þetta.

En framundan er síðasta kennsluvikan í skólanum og best að vera svoltið duglegur.

eigiði góðan dag lömbin mín
/JFK

Friday, March 23, 2007

awfull movie man, woooffffff!!!

Það er runninn upp föstudagur. Sem er frábært. Þessi vika búinn að líða hraðar en hratt og það er bara fínt.
Fór í bíó í gær. Skemmst frá því að segja að ég stóð upp og labbaði út. Vúffff! þetta var slæm mynd. Að öllu leyti. Ég óska ekki versta óvini mínum að sitja undir þessu. Í alvöru talað. jésúspétur.

En helgin framundan og ég að vinna. Skattskýrslan verður kláruð í dag og svo verkefni í vinnurétti sem skila á á þriðjudag. Svo er næsta vika síðasta vikan í skólanum. Þarf reyndar að vinna í mastersritgerðinni en það ætti að vera gaman þar sem að eg hef áhuga á því sem að ég er að fara að gera.

Ekki mikil plön en spurning um pókerspil ef að það finnst mannskapur í það.

well, gleðilegan föstudag
/JFK

Monday, March 19, 2007

Kappaflingflin

Jæja, árshátíð Kaupþings komin og farinn. Boy o boy. Ekki kom minn maður John Cleease. Laddi lék hann í staðinn og var fyndinn. Rollingstones og Bítlarnir létu ekki heldur sjá sig.

En mikið djöfull var þetta samt skemmtilegt. Góð skemmtiatriði og maturinn til að drepa fyrir.

Lenti í pínu rimmu við öryggisvörð sem var 1.55 á hæð og ca 35 kg vegna þess að ég mátti ekki leggja hendina á Astin Martin Db9 bílinn sem var þarna. Samt var ljósmyndarinn að segja mér að gera það þannig ég var á milli steins og sleggju. Ákvað síðan að láta slag standa þar sem að ljósmyndarinn var mun líklegri til að lemja mig í mauk en öryggisvörðurinn. En þetta slapp fyrir horn og allir glaðir.

Svo var náttúrulega skíta veður í gær og holtavörðuheiðin lokuð. Þá var gott að geta bara stokkið uppí vél og láta fljúga sínum dekraða rassi heim. Goodtimes.

En þessi árshátíð ætti að vera viðmiðunarmark allra hinna. Svona á að gera þetta, ekkert flóknara en það.

En ég ætla að halda áfram með verkefni sem ég þarf að skila á morgun.

/JFK

Thursday, March 15, 2007

what what in the butt

Nýr áfangi hafinn og það gleður mig að segja að kennarinn er snillingur. Alltaf gaman að því þegar að kennarar segja "þetta eru lögin, svo skulum við leika" Anywho....

Eins og margoft hefur komið fram þá er árshátíð um helgina. Ég stefni af því tilefni suður á morgun og er orðinn nokkuð spenntur. Ætla að spila ps2 í nýja 42"plasmatækinu hans Robba þangað til ég fæ blóðnasir eða flogakast.

En nú er ég að tækla verkefni í vinnurétti, berjast fyrir launahækkun nafna míns þannig að ég legg extra hart að mér.

Annars hitti ég Geira minn um daginn og við sátum og vorum að spjalla með Jóa mínum. Það var verið að hlusta á tónlist úr tölvunni og alltíeinu segir geiri að ég eigi að fara á youtubue og fletta upp "what what, in the butt". Það þurfti aðeins að sannfæra mig en ég lét undan. Holycrap! held að það sé best að hver dæmi fyrir sig en þetta er endalaust fyndið.

hagið ykkur lömbin mín
/JFK

Thursday, March 08, 2007

eitt próf, eitt verkefni og svo fullt annað

jáwsa
þessi dagur var busybusy. Fór í skólann að læra kl átta eins og ég hafi aldrei gert annað. Tók svo eitt pínulítið 50% próf í erfða og sifjarétti eins og ég hefði gert allt annað. Tók svo pínu pásu til að borða. Fór síðan á við þriðja mann að gera verkefni sem náðist reyndar að massa á góðum tíma, enda gott fólk að verki.
Heyrði í ragga mínum sem var gaman.
Er kominn heim og í slopp með einn kaldann mér við hlið, hoppiðiuppíykkur ég á það skilið.

Verð samt aðeins að commenta á það sem ég sá í fréttablaðinu. Einhver konan ætlar að kæra útgáfu bæklings sem gefinn var út vegna einhvers húppla sem er í smáralind. Nema hvað að þar sést ung stúlka á forsíðunni og gott ef hún er ekki í háhæluðum skóm. Ósköp saklaus mynd hvað mig varðar en nei, það er víst hægt að sjá klám útúr henni. JésúsPétur. Eitthvað þarf að endurskoða þessa siðferðiskennd okkar ef að þetta er orðið klám. Ætli það sé ekki best að við setjum dresscode á þetta. Stelpur verða að vera í flatbotna skóm, víðum fötum og ef þeir voga sér að mála sig á að beita viðurlögum.
Í alvöru talað, er þetta ekki of langt gengið?

well, ætla að leggja loka hönd á þetta verkefni, snyrta það til og gera það all pretty and nice

/JFK

Tuesday, March 06, 2007

Geta pabbar líka grátið?

okei, alltílæ
það er varla hægt að minnast ekki á xfactor um helgina. Allir að stríða umboðsmanni Íslands vegna þess að hann lét nokkur tár falla. Voru kannski ekki nokkur, voru kannski bara mörg. En mér fannst þetta bara krúttlegt. Og það að þáttastjórnandinn hafi varla getað klárað þáttinn sökum ekka finnst mér líka bara krúttlegt. Ég flissaði samt eins og smá stelpa þegar þetta var í gangi en ég kenni sjokkinu um það.

Það styttist í árshátíð Kaupþings en hún verður 17.mars, fyrir sunnan. Miðað við gæði undanfarin ár þá verð ég virkilega svekktur ef að Elton John, Rolling Stones og Bítlanir verði ekki með skemmtiatriði. Og ég vil fá John Cleese sem veislustjóra. Hlakka mikið til að sjá hvort að þeir nái að toppa enn eitt árið.

En ég er að lesa erfðarréttinn sem er góð skemmtun. Man ekki hvort að ég hafi rætt um kaupsamninga og skilnaði á blogginu og ef svo er þá biðst ég afsökunar því ég ætla að gera það aftur. Ef ekki þá biðst ég ekki afsökunar.
Ef fólk kemur til mín þegar ég verð búinn að stofna mitt firma (sem verður með skrifstofur í 9 löndum) og biður mig um ráð vegna yfirvofandi skilnaðar verður svar mitt einfalt. Ekki gera það. Ekki skilja. Noway nohow. Man o man hvað þetta getur verið flókið, ekki séns að ég nenni að standa í þessu. En það segir meira um mig heldur en þau.

Well, styttist í mat
/JFK

Friday, March 02, 2007

couchpotato

Jæja lömbin mín, föstudagur.
Ég fór í skólann í gær og það er skemmst frá því að segja að ég var eins og fiskur á þurru landi. Skilningurinn fór þó að aukast eftir því sem að leið á og þetta fer vonandi allt vel. Þökk sé góðum bekkjarfélögum þá er ég með glósur úr þeim tímum sem ég missti af og ekki veitir af.

En ég er semsagt kominn á ról sem er gott. Helgin framundan verður með rólegasta móti og það er líka gott.

Ég stend sjálfann mig að því þessa dagana að langa alveg afskaplega mikið í algjöran óþarfa. Mig langar til að mynda í nýtt sjónvarp (þrátt fyrir endalausa ást mína á núverandi sjónvarpi). Mig langar í 42"flatskjá. Mig langar líka í nýja fartölvu. Sú sem að ég notast við núna framleiðir meiri hávaða en Airbus380 í takeoffi. Og síðast en ekki síst þá langar mig í playstation3.

Ef að ég myndi láta verða af því að fá mér eitthvað af ofantöldu yrði það sennilega til þess að ég myndi hætta í skólanum. Ég myndi ekki mæta til vinnu heldur vera heima límdur fyrir framan þetta allt saman. Þannig að þetta er kannski ekkert sniðugt. En ég væri hamingjusöm sófakartafla.

góðahelgi
/JFK